Gítarséníið Björgvin sem gerði garðinn frægan með sveitum eins og Pelican, Pops, Svanfríði ofl. varð sextugur 4. september sl. Hann hélt upp á daginn með því að blása til tónleika þar sem lögin hans voru í aðalhlutverki. Með honum voru þeir Jón Ólafsson (orgel), Ásgeir Óskarsson (trommur), Guðmundur Pétursson (gítar), Haraldur Þorsteinsson (bassi) og Hjörleifur Valsson (fiðla).
Rás 2 hljóðritaði tónleikana sem þeir Jón Ólafs og Björgvin hljóðblönduðu síðan, og þeir eru uppistaðan í Rokklandi dagsins. Einnig ræðir Ólafur Páll við Björgvin um lífið og tilveruna, bransann ofl.
↧