Á Eurosonic(NOrderslah í Groningen í Hollandi mætir Evrópski músíkbransinn eins og hann leggur sig, fulltrúar tónlistarhátíða, EBU útvarpsstöðvarnar, tónleikabókarar og umboðsmenn, til þess að sjá og heyra það nýjasta og ferskasta í Evrópskri músík.
Á hátíðinni í ár spiluðu næstum 300 hljómsveitir/listamenn og á meðal þeirra voru Lay Low, Sóley, Ghostigital og Hjálmar sem koma við sögu í Rokklandinu. Einnig Anna Calvi, Electro Guzzi, James Vincent McMarrow, Jamie N Commons, Kasper, Boy ofl.
Óli Palli spjallar líka í þættinum við breska sjónvarps og tónlistarmanninn Jools Holland sem var kynnir á EBBA tónlistarverðlaunahátíðinni sem fram fór á Eurosonic.
↧