Nýja Radiohead platan; A Moon shaped Pool verður spiluð frá upphafi til enda í Rokklandi dagsins og gestur þáttarins er Hallur Már frá Mbl.is
A Moon shaped pool og er níunda hljóðversplata Radiohead sem er ein merkasta hljómsveit rokksögunnar. Platan hefur almennt fengið fína dóma, hún er lágstemmd og líkast til aðgengilegasta plata Radiohead. Hún er með einkunina 88 af 100 hjá Metacritic og það telst nokkuð gott.
Radiohead skipa 5 gamlir vinir og skólafélagar sem eru búnir a halda hópinn í meira en 30 ár, en grunnurinn var lagður strax árið 1985.
Ég fer aðeins yfir fyrstu árin á ferlinum í þætti dagsins, við heyrum lög af fyrstu plötunum og svo heyrum við brot úr viðtölum við Radiohead úr gömlum Rokklandsþáttum - frá þeim tíma þegar plötur eins og Ok Computer, Kid A og Amnesiac komu út.
Hallur Már "fjölmiðill" á mbl.is er gestur þáttarins og við ætlum að hlusta á alla nýju plötuna saman. Hallur er einn af stofendum hljómsveitarinnar Leaves, spilaði þar á bassa og hann er líka mikill aðdáandi Radiohead og þekkir hljómsveitina vel.
↧