Í Rokklandi vikunnar er ýmsu blandað saman, nýju og eldra.
Ég spila nýja músík með White Lies, Metronony og Robyn, Brook Fraser, Disclosure og Al Green, Angel Olsen, Neil Young, Peter Gabriel og Andrew Bird td.
Svo heyrum við soldið meira í Al Green ? George Benson og Booker T & The MGs að spila Bítlana árið 1970, en bæði George Benson og Booker T & The MG´s gerðu sína útgáfu af Abbey Road plötu Bítlanna árið 1970 og við rifjum það upp í þættinum.
Svo rifjum við upp hvernig hljómsveitin Kaleo hljómaði í Músíktilraunum fyrir 3 árum og heyrum í þeim í std. 12 fyrir tveimur árum líka, áður en þeir fóru að hugsa til Ameríku.
↧