Whitney Houstin lést á hóteli í Los Angeles á laugardaginn (11.02.2012) og hennar er minnst í þættinum.
Lana Del Rey er bragð mánaðarins um þessar mundir. Hún á mest seldu plötuna í Bretlandi og vinsælasta lagið á Rás 2. En hún er umdeild og á sér fortíð sem hún hefur lítið verið að flagga. Þetta var allt skoðað í Rokklandi 12.02.2012. Einnig var boðið upp á upptökur með Prins Póló á Aldrei Fór Ég Suður 2011 og rifjuð var upp sú tíð þegar Bubbi fór til Kúbu og gerði plötuna Von fyrir 20 árum, og brot leikið úr viðtali við hann frá því nokkrum dögum áður en hann fór út.
↧