Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á ansi fjölbreyttan kokteil!
Söngvaskáldið Leonard Cohen (77 ára) var að senda frá sér plötuna Old ideas sem allstaðar hefur fengið fína dóma. Við heyrum í þættinum lög af plötunni og í Cohen sjálfum!
Við heyrum líka í Adda í Sólstöfum, Sólstafir ætla að halda upp á útgáfu plötunnar Svartir Sandar næsta fimmtudag í Gamla bíói og tjalda öllu til!
Hljómsveitin Valdimar og söngvarinn Valdimar Guðmundsson hafa heldur betur slegið í gegn á undanförnu ári, og Valdimar var frábær á AFÉS í fyrra, heyrum uppöku Rásar 2 frá þeim tónleikum á eftir.
En byrjum á að kynnast mögnuðum náunga sem músíkpressan kallar „The new king of Laurel Canyon“. Hann heitir Jonathan Wilson og nýjasta platan hans heitir Gentle Spirit, kom út í ágúst sl. og er ein af bestu plötum síðasta árs að margra mati. Platan lenti t.d í 4. Sæti á árslista tónlistarblaðsins Mojo, og Uncut útnefndi hann New artist of the year, eða nýliða ársins.
↧