Í fyrri hluta þáttarins er enska hljómsveitin The XX í aðalhlutverki - en sveitin var að senda frá sér plötu fyrir tveimur vikum.
Platan heitir I see you og ein heitasta nýja platan i dag. Við heyrum nokkur lög af henni og söngkona og gítarleikari XX, Romy Madley Croft segir okkur frá plötunni og ýmsu öðru.
Í seinni hlutanum fjallar Rebekka Blöndal meistaranemi við Blaða og fréttamennsku við HÍ um Rapp á Íslandi. Hún hefur verið að skoða siðafár eins og það er kallað, tengt tónlist, og deila því hérna í Rokklandi.
í síðasta þætti fjallaði hún um Þungarokk og þar á undan um frum-rokkið, en nú er komið að þriðja og síðasta hlutanum og nú er það rapp, íslenskt rapp. Hún talar við Lioga Pedro úr Retro Stefsson, Árna Matthíasson hjá mbl.is, Vigdísi Reykjavíkurdóttur og Arnar Frey úr Skagafirði og Úlfur Úlfur.
↧