Í Rokklandi dagsins verður hitað upp fyrir Grammy verðaunin sem verða afhent í nótt í Los Angeles. Það varður sýnt beint frá hátíðinni á RÚV.
Það verður mikið um dýrðir í Staples center í nótt, en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
Á Grammy verðlaunum eru veitt verðlaun fyrir það sem Bandarísku tónlistar-akademíunni finnst standa uppúr í músík frá síðasta ári.
Upphaflega eru þetta „Grammophone-verðlaunin“ sem tónlistar og útgáfu Akademía settu á laggirnar árið 1959 í þeim tilgangi að veita verðlaun þeirri tónlist og þeim tónlistarmönnum sem þóttu skara framúr.
Ég ætla að skoða nokkra flokka af tilnefningum eins og; Plata ársins, Rokkplata ársins, Rap-plata ársins og kántríplata árins. Líka lag ársins og smáskífu ársins ofl.
↧