Í Rokklandi dagsins koma við sögu Jonathan Wilson, Chance the Rapper, Fatboy Slim, Ian Hunter ofl.
Við rifjum upp í seinni hlutanum viðtal við bandaríska tónlistarmanninn Jonathan Wilson frá því hann kom hingað til Íslands í nóvember 2013 og hélt tónleika í Kaldalóni í Hörpu. Rás 2 hljóðritaði tónleikana sem voru fluttir í heild sinni í þættinum Konsert síðasta fimmtudag. Rokkland spjallaði við Jonathan á Kex hostel daginn fyrir tónleikana og við heyrum brot af því spjalli og brot af tónleikunum.
Ian Hunter fyrrum söngvari Mott The Hoople kemur líka við sögu en hann sem er orðinn 77 ára gamall sendi síðst frá sér plötu í fyrra og þar er eitt lag tileinkað David Bowie og um hann.
Hann heitir Chancelor Johnathan Bennett en kallar sig Chance the Rapper og hann fór heim með þrenn Grammy verðlaun þegar Grammy styttum var útdeilt til hinna bestu og efnilegustu á dögunum. Hann var bæði valinn nýliði ársins og platan ...
↧