Í Rokklandi vikunnar er allt fullt af splunkunýrri músík úr ýmsum góðum áttum.
Það var kallað Mixteip í útlöndum í gamladaga þegar fólk "tók upp" á kassettu hin og þessi lög sem það vildi eiga "saman" á spólu. Stundum gerði fólk svona "mixteip" fyrir vini sína eða kærustu/kærasta.
Þetta er auðvitað gert enn þó formið sé annað, fólk setur saman "playlista" á Spotify t.d. eða annarstaðar.
Í dag er það svo kallað "mixteip" þegar listamaður gefur út nýja "plötu" á netinu eingöngu.
Hvað um það - í þessum Rokklandsþætti býð ég upp á einskonar "mixteip" og spila helling af nýrri músík og ekkert annað, með listamönnum og hljómsveitum eins og Craig Finn - Arbouretum -Grandaddy - Jamie Cullum - Laura Marling - Helgi Hrafn Jónsson - Tina Dickow - Mew - Jack Johnson - John Mellencamp - Real Estate - Jesus And Mary Chain - Pete Doherty - Flo Morrison og Matthew E. White - Pixies - Lana Del Rey - Magic Giant ofl....
↧