Hljómsveitin Tappi Tíkarrass var starfandi frá 1981-1983 er sameinaður og Rokkland sá Tappann spila á Húrra á fimmtudaginn og spjallaði við þá Gumma trommara (sem stofnaði Das Kapital með Bubba og kobba bassaleikara og Mike Pollock eftir að Tappinn var úr) og Eyþór Arnalds (Todmobile) og við heyrum 3 ný lög með sveitinni.
Við heyrum líka í þættinum nýja músík með Shins, Flaming Lips, Son volt ofl.
Matthías Már Magnússion var á Eurosonic Festival um síðustu helgi og ræddi þar t.d. við söngkonuna Glowie. Við heyrum það spjall og brot af tónleikum hennar þar sem Hollenska útvarpið hljóðritaði.
Arcade Fire, Mavis Staples og Aretha Franklin og Johnny Rotten fyrrum söngvari Sex Pistols koma líka við sögu.
↧