Rikke Öxner tónlistarstjóri Roskilde Festival verður á línunni og talar um hátíðina og svarar spurningunni: Hvers vegna eru ekki fleiri Íslenskar hljómsveitir bókaðar á hátíðina!
???????Þær Esther og Soffía sem eru söngkonur Leonard Cohen tribute-hljómsveitarinnar The Saints of Boogie street koma í heimsókn og tala um splunkunýja plötu hljómsveitarinnar sem heitir Leonard Cohen covered. Og svo skauta þeir Ólafur Páll Gunnarsson og Graham Gouldman yfir sögu og feril hljómsveitarinnar 10 CC sem spilaði í Háskólabíó í gærkvöldi. Gouldman er leiðtogi hljómsveitarinnar.
↧