Í Rokklandi dagsins er umfjöllun um Alabama Shakes sem er eitt heitasta nýja bandið í Ameríku í dag. Söngkonan Brittanny sem er 23 ára byrjaði að spila með vini sínum, bassaleikaranum Zac þegar þau voru 14 ára. Í dag, tæpum áratug síðar er allt að gerast.
Levon Helm, hinn syngjandi trommuleikari The band lést í vikunni sem leið 71 árs að aldri. Hann var magnaður náungi og síðustu árin bauð hann fólki heim til sín í Woodstock og spilaði fyrir það. Jökull Jörgensen rakari og bassalekari þáði boð Levons fyrir tveimur árum og segir frá því í þættinum.
↧