Iceland Airwaves fór fram um helgina í tuttugasta skipti.
Rokkland veit ekki annað en allt hafi gengið eins og það átti að ganga. Það var skipt um áhöfn í brúnni á Airwaves togaranum eftir síðustu hátið, en síðasta hátíð skilaði eigendum tugmilljóna tapi. Hvort nýrri áhöfn (sem er Sena Live) hefur tekist að snúa þessum mínus í plús er ekki vitað á þessari stundu en það er búið að gera eitt og annað til að breyta um kúrs og ný stefna var tekin í ár. Nýja stefnan er kannski meira í þá átt sem farið var fyrstu árin þegar hátíðin var aðeins minni um sig og eingöngu spilað á litlum og stórum tónleikastöðum í miðborginni. Það var spilað í Listasafninu, Iðnó, á Gauknum og Húrra, í Gamla bíó og svo framvegis. Það var enginn salur í Hörpu notaður í ár en svið sett upp í því sem kallað er "Flói".
Rokkland sá haft eftir einum af forsprökkum hátíðarinnar um helgina að gestir Airwaves í ár væru c.a. 8.000 með öllum og meirihlutinn útlendingar sem er dálítið merkilegt en ekkert sem ástæða er ...
↧