Í Rokklandi vikunnar heyrum við músík af nokkrum nýlegum plötum sem þykja standa uppúr því sem komið hefur út á árinu.
Við heyrum í Elvis Costello en hann sendi frá sér þrítugustu stúdíóplötuna á árinu. Heyrum aðeins í Kamashi Washington sem er ultra svalur jazz-saxófónleikari. Hann sendi frá sér plötuna Heaven and earth á árinu og hún er plata ársins segir tónlistartímaritið Mojo.
Rolling Blackouts Coastal Fever ástralskt rokkband sem sendi frá sér eina af bestu plötum ársins, við heyrum af henni. Og svo er það bandið sem er að gera allt vitlaust en platan þeirra hefur ekki fengið góða dóma; Bandaríska rokkbandið Greta Van Fleet. Við heyrum í þeirri sveit og af plötunni þeirra sem heitir Anthem of the Peaceful Army.
Við heyrum svo í Dúkkulísunum Erlu og Grétu en Dúkkulísurnar voru að senda frá sér zex laga jólaplötu með þremur frumsömdum lögum og svo lögum eftir Raveonettes, Pretenders og Tom Petty....
↧