það er löngu orðið hefð að nota áramót til að rifja upp eitt og annað sem var til umfjöllunar á árinu sem er að enda og í síðasta Rokklandi ársins rifjum við upp árið 2018.
Paul McCartney kemur við sögu en hann fluag nokkuð hátt á árinu. Það gerði Magnús Þór líka. Midge Ure úr Ultravox heimsótti Íslandi í fyrsta sinn eins og Mick Jones úr Foreigner. BJörk fór í tónleikaferð, Sykurmolarnir fögnuðu 30 ára afmæli Life´s too good í Rokklandi. Stuðmenn voru heiðraðir á Íslensku tónlistarverðlaununum. Rás 2 tók þátt í alþjóðlega Clash deginum. Dolores O´Riordan úr Cranberries kvaddi okkur eins og Tómas M. Tómasson og Aretha Franklin. Bubbi sagði frá Sögum af landi í Rokklandi og Sam Beam úr Iron & Wine kom í heimsókn. Allir þessir listamenn og fleiri koma við sögu í þættinum.
↧