Marianne Faithfull sem er 72 ára gömul fær mesta plássið í Rokklandi vikunnar. Hún sendi frá sér plötu í nóvember, fína plötu sem ýmsum finnst ein af bestu plötum ársins.
Platan sem heitir Negatice Capability er yfirmáta einlæg og mannleg og dálítið sorgleg. Það flýtur í gegnum plötuna að Marianne hefur verið að missa talsvert af góðum vinum yfir til dauðans á undanförnum árum.
Við heyrum viðtal við Marianne sem kollegi minn og vinur hjá EBU tók við Marianne í París þegar platan kom út og lög af plötunni. Við heyrum líka frá tónleikum Marianne á Broadway í Reykjavík árið 2004, Rás 2 tók tónleikana hennar þá upp.
Hún er ekki sérlega góð til heilsunnar, hún fór illa með sig um langt skeið og eflasust tekur það sinn toll þegar fólk er komið á hennar aldur. Hún gengur við staf og er hásari en nokkru sinin fyrr, en það kemur þó ekki í veg fyrir að hún syngi eins og engill, hás og raddhrjúfur engill.
Það eru ýmsir góðir gestir á þessari nýju plötu hennar eins og Ed Harcourt, Nic...
↧