Quantcast
Channel: Rokkland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1298

Ég drakk ekki einu sinni Lager ...

$
0
0
Underworld heimsækir Ísland um næstu helgi og spilar Sónar 2018 í Hörpu. Underworld hefur einu sinni áður spilað í Reykjavík en það var fyrir 24 árum þegar Underworld-menn voru gestir Bjarkar og spiluðu á eftir henni í Laugardalshöll og héldu íslenskri æsku dansandi í höllinni langt inn í bjarta sumarnóttina. Underworld hefur verið starfandi í meira en 30 ár og um tíma á 10unda áratugnum var Underworld ein vinsælasta hljómsveit heims. Smellurinn þeirra Born Slippy var spilaður yfir öllum dansgólfum heims og klagið fleytti þessum ensku náungum upp í hæstu hæðir. Lagið var notað í kvikmyndinni Trainspotting sem sló eftirminnilega í gegn fyrir 20 árum. Í Born slippy gólar Karl Hyde aftur og aftur Lager, lager, lager, lager og kallar þannig á meiri bjór. Hann er löngu hættur að drekka og drakk aldrei bjór heldur allt annað. Ég sló á þráðinn til Karls Hyde sem er helmingur Underworld, sá sem syngur, í vikunni sem leið og við ræddum hitt og þetta; Brian Eno, Bítlana, aldur, Stanley Kubric, íslenska jökla, bjórdrykkju og margt fleira. Rokkland var á Færeysku tónlistarverðlaununum í gær í Thorshöfn og við heyrum aðeins af því líka.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1298