Við byrjum þáttinn í dag í Norðurljósum í Hörpu þar sem Músíktilraunir fóru fram í gær í 36. sinn. Hljómsveitin sem sigraði er stúlknatríó úr vesturbæ Reykjavíkur sem samanstendur af systrum og frænku þeirra sem er 12 ára. Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent fyrir rúmri viku í Hörpu líka, við heyrum í sigurvegurum eins og Mammút, Vök og Between Mountains sem eiga það allir sameiginlegt að hafa sigrað í Músíktilraunum. Tónleikahald er langstærsta tekjulind íslenskra tónlistarmanna, samkvæmt nýrri skýrslu um íslenska tónlistariðnaðinn sem var kynnt á föstudaginn. Rokkland hitt og ræddi við Sigtrygg Baldursson trommuleikara, Sykurmola og framkvæmdastjóra ÚTÓN. Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagið Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2018. Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari. Hann kemur aðeins við sögu í dag eins og Björn Thoroddsen, Neil Young ofl.
↧