Ferry er að koma til Íslands í annað sinn, var hér í fyrsta sinn fyrir fjórum árum og spilaði þá tvo daga í röð í troðfullri Eldborginni. Ég náði í hann í síma um daginn og við ræddum meðal annars um forseta Íslands sem hann heimsótti á Bessastaði 2012. Við töluðum um nýju plötuna hans, 15. stúdíóplötuna sem heitir Avonmore, um Bob Dylan sem Ferry hefur verið að syngja lög eftir í rúm 40 ár, hljómsveitina Roxy Music, jazz og margt fleira. Þáttur vikunnar er næstum allur tileinkaður Bryan Ferry, en hljómsveitin Stone Roses kemur lítillega við sögu. Stone Roses sendi frá sér í vikunni sitt fyrsta nýja lag í 20 ár.
↧