Mál málanna í Rokklandi í dag er Joshua Tree, fimmta plata hljómsveitarinnar U2 sem kom út fyrir 30 árum og einum og hálfum mánuði - 9. Mars 1987. En það verður líka skautað yfir eitt og annað sem var að gerast í aðdraganda plötunnar og annað sem gerðist á þessum tíma frá 1984 - 1987, Live Aid, Conspiracy of Hope tónleikaferðin, The Unforgettable Fire platan og svo framvegis. Joshuna tree er mikilvæg plata með þessari merkilegu hljómsveit sem segja að má að sé einskonar Bítlar 80´s krakkanna, risastór partur af hljóðrás lífs fólksins sem var að breytast úr börnum í unglinga og ungt fólk á níunda áratugnum. Joshua tree er ein allra stærsta plata plata níunda áratugarins og kannski ein sú merkilegasta. Og kannski hefði hún getað orðið enn betri ef hljómsveitin hefði gefið sér aðeins meiri tíma til að vinna í lögunum sem voru ekki alveg tilbúin og voru notuð á B-hliðar á smáskífum, lögum eins og Silver and Gold og Sweetest thing. Joshua tree er ein allra mest selda plata rokksögunnar, hefur selst í uþb. 30 milljónum eintaka. Og núna þegar platan er 30 ára er U2 á leiðinni í tónleikaferð um heiminn þar sem á að spila alla plötuna. Það verður byrjað í Ameríku í maí og í júlí verður U2 í Evrópu og sum laga plötunnar hafa sjaldan verið spiluð á tónleikum og eitt aldrei, en nú ætla þeir að spila þau öll.
↧