Nýjasta nýtt og alþjóðlegi plötubúðadagurinn. Í Rokklandi dagsins er boðið upp á nýja músík úr ýmsum áttum - bæði með yngra fólki og reynsluboltum í bland við eldri músík sem verið var að endurútgefa í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum 22. apríl Meðal þeirra sem koma við sögu eru: Lindsey Buckingham & Christine McVie - Willie Nelons - Mavis Staples & Win Butler - Rhiannon Giddens - Gorillaz - Valerie June - Hurray for the riff raff - Lady Gaga - Beyonce - Metallica - Allison Peirce - Saint Etienne - The Charlatans og Josienne Clarke & Ben Walker. Svo heyrum við eldri músík sem gefin var út í vikunni í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum sem var í gær 22. apríl. Á meðal þeirra sem gáfu út eru: Marianne Faithful - Johnny Cash og The Kinks. Undir lok þáttar heyrum við svo nokkur lög af splunkunýrri plötu Ray Davies - Americana.
↧