Síðasti þáttur var tileninkaður Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave - söngvaranum og tónlistarmanninum frábæra sem batt enda líf sitt á hótelherbergi í Detroit 18. Maí sl. Í síðasta þætti fórum við yfir fyrri hluta ferilsins, æskuárin, upphaf Soundgarden, gruggrokið ofl en í dag setjum við fókusinn á síðustu 15 árin eða svo, Audioslave-tímann, tónleikana á Kúbu, sólóplöturnar, endurkomu Soundgarden og endalokin. Við heyrum brot úr samtali okkar Chris frá því hann kom hingað til Íslands í fyrsta sinn fyrir áratug. Við heyurm svo aðeins af splunkunýrri plötu frá Roger Waters úr Pink Floyd. Hún heitir "Is this the life we wanted", er full af pólitískum meiningum og er fyrsta platan Roger Waters síðan 1992. Við heyrum líka þrjú lög af plötunni hans Bubba - Tungumál, sem kemur út á þriðjudaginn.
↧