Gítarleikarinn, söngvarinn, lagahöfundurinn og silkibarkinn Glen Campbell lést 81 árs að aldri fyrir rúmri viku eftir glímu við Alzheimer´s. Seinni hluti Rokklands í dag er helgaður Glen Campbel og tónlist hans. Meðal þekktustu laga hans eru Rhinestone Cowboy, Wichita Lineman , Galveston og By the Time I Get to Phoenix. Hann lék líka í kvikmyndum og stjórnaði sjónvarpsþáttum. Hann túraði með Beach Boys og lék á plötum með Elvis Presley, Frank Sinatra og Phil Spector þegar hann var hluti af Wrecking Crew stúdíó-genginu í Los Angeles. Hann seldi meira en 45 milljónir platna á löngum ferli og árið 1968 seldi hann fleiri plötur en Bítlarnir. Í fyrri hluta þáttarins er boðið upp á ferska ávexti af misgömlum trjám, nýja tónlist með fólki eins og Liam Gallagher, The War on Drugs, Phoenix, Lucy Rose, Jake Bugg, Mick Jagger og Billy Bragg sem er einn þeirra sem spila á Iceland Airwaves í ár.
↧