Airwaves 2017 er 19. Airwaves hátíðin og sú 18. sem Rokkland sækir. Rokkland fylgdist með Airwaves verða til og það hefur verið gaman að sjá hátíðina vaxa og dafna. Það voru meira en 200 atriði á á hátíðinni í ár og tónleikarnir mörg hundruð talsins vegna þess að sumar hljómsveitir og í raun margar, spiluðu mörgum sinnum, bæði á aðal-dagskránni og til hliðar við hana. Rokkland fór víða eins og Rás 2 gerði líka. Rás 2 kom sér fyrir á Akureyri Backpackers á fimmtudag og föstudag og bauð þangað bæði hljómsveitum og gestum. En í Rokklandi vikunnar er boðið upp á tónleikaupptökur frá hátíðinni í ár og svo heyrum við í fólki sem Rokkland hitti og spjallaði við á hátíðinni; Billy Bragg, Between Mountains, Special K, Grímur Atlason, Hilmar Örn Agnarsson, Logi Einarsson Samfylkinfarformaður og fyrrum Skriðjökull, Pétur Ben, Margrét Eir og Jökull Jörgensen, Jón Ólafs og Hildur Vala, David Fricke frá Rolling Stone, Heiða Eiríks, Kevin Cole frá KEXP og fleiri, fullt af skemmtilegu fólki.
↧