Hljómsveitin Sigur Rós stendur fyrir Listahátíðinni Norður & niður í Hörpu dagana 27. - 30. desember. Þeir Jónsi og Goggi úr Sigur Rós voru gestir Rokklands í gær og sögðu frá hugmyndinni á bakvið hátíðina sem kviknaði einfadllega í tengslum við það að sveitin vildi loka tónleikaferð sinni um heiminn með tónleikum á heimavelli. Útkoman varð Norður og Niður sem er alhliða listahátíð þar sem tónlist, dans, myndlist og fleiir listgreinar mætast í heljarinnar Sigur Rósar festivali sem stendur yfir í fjóra daga nmilli jóla og nýárs. Meðal þeirra sem koma fram á Norður og niður eru; Jarvis Cocker (Pulp), Kevin Shields (My Bloody Valentine), JFDR, Gus Gus, Alex Somers, Hilmar Örn Himarsson, Steindór Andersen, Amiina, Brassgat í bala, Mammút, Dimma, Mogwai, Peaches ofl. Þeir Goggi og Jónsi ræða heima og geima í þættinum -
↧