Það hefur verið regla í Rokklandi í 20 ár að einhverntíma um jólin, fyrir aðfangadag eða milli jóla og nýárs er boðið upp á jólaRokkland. Þetta hefur verið tekið svo alvarlega að Rokkland og Sena settu saman jólalaga safndisk sem heitir Jól í Rokklandi og kom út árið 2008. Fjórum árum síðar kom svo framhaldið Rokk og jól. Þetta eru næstum 80 lög og hvert öðru betra - allskonar jólamúsík og sumt svakalega flott en annað súrt eða skrýtið. Í JólaRokklandi að þessu sinni ætla að skemmta okkur fólk eins og; Kate Bush, Ingibjörg Þorbergs, Sigríður Thorlacius, R.E.M. Elvis, Sting, James Taylor, Carole King, Tracy Thorn, Loretta Lynn, Nick Lowe, Mark Kosalek, Mark Lanegan, Jethro Tull, Phil Spector, Ronettes ofl.
↧