Gestur Rokklands í dag er náungi frá Hafnarfirði sem verður þrítugur innan skamms. Hann er kallaður Halli - Halli eða Haraldur eins og hann heitir var afgreiðslumaður í plötubúð þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að setja á laggirnar plötuútgáfu. Það var fyrir ártug og síðan hefur hann gefið út helling af frábærum plötum með Of Monster And Men, Amabadama, Moses Hightower, Vök, Ensími, Retro Stefsson, Júníusi Meyvant, Agent Fresco ofl. Útgáfan hans halla heitir Record Records og hún fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni útgáfunnar var að koma út 10 ára afmælis safnplata og við ætlum a hlusta á hana saman í Rokklandi í dag, ég, þú og Record Records stjórinn hann Halli, Haraldur Leví Gunnarsson.
↧