Og á Eistnaflugi er enginn fáviti - Þungarokkshátíðin Eistnaflug fór fram um nýliðna helgina og dagana á undan í þrettánda sinn. Rokkland var í fyrsta sinn á Eistnaflugi. Fjölsi fólks lagði leið sína á hátíðina eins og undanfarin ár og eins og alltaf fór hátíðina vel fram í alla staði en er Eistnaflug einstök hátíð. Músíkin sem boðið er uppá er mestmegnis þungarokk af ýmsum gerðum en undirflokkar gamla þungarokksins eru margar og mismunandi eins og fólkið sem sækir Eistnaflug. Meðal þeirra sem fram koma í þættinum eru Max og Iggor Cavalera, HAM, Tuð, Mugison, Guðmundur Rafn Gíslason, Sú Ellen, Dimma, Eistnaflugsforingjarnir Stefán og Kalli, Stebbi Jak, Óttar Proppé og Flosi Þorgeirsson, Dynfari, Misþyrming, Þorsteinn Kolbeinsson, bóndakonur úr Dölunum og margir fleiri. Rokkland ætlar aftur á Eistnaflug!
↧