Í Rokklandi dagsins verður fjallað um plötuna Lemonade sem svarta gyðjan með dillibossann, sjálf drottningin af Ameríku - Beyoncé Knowles sendi frá sér í vikunni sem leið öllum að óvörum. Og með þessari plötu sem er ekki bara plata heldur líka samnefnd mynd þykir hún hafa brotið blað. Lemonade er einskonar konsept-plata þar sem sögð er saga af svikum og uppgjöri og líkast til er sagan byggð á hennar eigin lífi og reynslu. Í leiðinni tekur hún á ýmsum málum varðandi réttindabaráttu svartra t.d. ? ansi mögnuð plata sem er líkast til nú þegar komin í sögubækur. Gestur Rokklands í dag er Margrét Erla Maack sem er allt í senn; fyrrum popplands-prinsessa, plötuspilari, magadansmær, skemmtikraftur, sjónvarpsmaður í Íslandi í dag á Stöð 2 og sirkuskona. Hún er líka aðdáandi Beyoncé og hefru fylgst með henni lengi. Hún veit meira um Beyonce og Límonaðið en margir.
↧