Björk er eini gestur Rokklands þessa vikuna. Hún ætlar að halda tvenna tónleika í Eldborg núna í byrjun nóvember á Iceland Airwaves en hún hefur ekki haldið tónleika á Íslandi síðan 2011. Samhliða tónleikunum verður sett upp sýning sem heitir; Stafrænn heimur Bjarkar eða Björk Digital og byggist upp á verkum, lögum og myndböndum Bjarkar í sýndarveruleika - Virtual Reality. Sýningin verður opnuð um leið og hátíðin hefst en gestir sýningarinnar fá að kynnast tónheimi Bjarkar á alveg nýjan hátt með því að njóta verka sem hún hefur gert í samvinnu við nokkra framsæknustu leikstjóra og forritara heims á sviði sýndarveruleika segir í frétratylkynningu, en sýningin verður á þremur hæðum á austurhlið Hörpu og mun standa til áramóta. Einn liður sýningarinnar er Biophilia, gagnvirka margmiðlunarverkið Biophilia þar sem náttúra, tónlist og tækni renna saman í eitt, en lögin í Biophiliu eru líka forrit (öpp) sem m.a. er notuð við tónlistarkennslu barna víða á Norðurlöndunum. Einn hluti sýningarinnar er að 29 lög frá ferli Bjarkar hafa verið endurhljóðblönduð fyrir 5.1 hljóðkerfi sérstaklega fyrir þessa sýningu. Hægt er að hlusta á þau í réttri tímaröð í kvikmyndaherbergi sýningarinnar og þetta er ss. hljóð og mynd í toppgæðum. Björk digital hefur þegar ferðast til Ástralíu og Japan og er núna í október í Somerset house í London. Björk átti að spila á Airwaves í fyrra en þurfti að aflýsa þeim tónleikum. Hún hefur ekkert sungið opinberlega síðan fyrir utan tvenna tónleika í London á dögunum í Hammersmith Appolo og Royal Albert Hall. Fyrir þá tónleika fékk hún frábæra dóma og fimm stjörnur bæði í Telegraph og The Times t.d. Síðasta plata sem Björk gaf út og hún er enn að fylgja eftir er Vulnicura sem er áttunda stúdíóplatan hennar á ferlinum. Vulnicura er "skilnaðarplata“ Bjarkar. Hún er opinská, Björk er ekki að klæða orðin í felubúninga, hún er full af sársauka og öllu því tilfinningagalleríi sem sambandsslit framkalla með tilheyrandi hjartasári. En Vulnicura þýðir sáragræðir, eða það sem græðir sár. Í þættinum ræðir hún opinskatt um plötuna, segir frá lögunum á henni og ýmsu öðru. Hér er lagalisti þáttarins: Björk / Army of me Björk / Hyperballad Björk / Virus Björk / Human behaviour Björk / Stone milker Björk / Lionsong Björk / Jóga Björk / Undo Björk / All is full of love Björk / History of touches Björk / Hidden place Led Zeppelin / Whole lotta love Björk / Moon Björk / Pagan Poetry Björk / Quicksand Björk / Family Björk / Hunter Björk / Notget Björk / Atom dance Björk / Mouth mantra Björk / Black lake
↧