Í Rokklandi vikunnar er, í tilefni konudags, boðið upp á lög sem karlar hafa samið um konur og til kvenna. Það er auvitað af nógu að taka vegna þess að stór hluti tónlistarsögunnar eru lög sem karlar hafa samið til kvenna eða um konur. VIð sögu koma Bítlar, Eric Clapton, Elvis Costello, The Cure, Bubbi, Megas, Neil Young ofl. Við heyrum líka lögin 5 sem voru tilnefnd i ár til Óskarsverðlauna í flokknum "besta lag frumsamið fyrir kvikmynd", og eitt og annað splunkunýtt og nýlegt.
↧