Það er gamall og góður siður að byrja útvarpsþætti á orðunum; það verður víða komið við í þessum þætti og stundum er þetta bara alveg satt, eins og t.d. í Rokklandi dagsins. Neil Young kemur aðeins við sögu, sem og Mick Jagger, The Proclaimers og David Bowie. Ólafur Björnsson framkvæmdastjóri Hammond hátíðarinnar sem fer fram á Djúpavogi dagana 25. - 28. apríl verður á línunni og við heyrum upptökur frá Hammondhátíðinni með Valdimar og Mugison. Heimspekingurinn Otto Tynes sem var að senda frá sér plötu undir nafninu Wasabi kemur í heimsókn, en öll 9 lög plötunnar eru án viðlags. 8 eru eftir Ottó sjálfan en 9unda lagið er úr smiðju The Smiths. Við heyrum líka frá heimsókn Langa Sela og Skugganna í stúdíó 12 síðasta föstudag, en sveitin sendi í gær (á alþjóðlega plötubúðadaginn) frá sér fjögurra laga vinyl sem heitir Bensínið er búið.
↧