Peter Gabriel, Bubbi, Góss, Norah Jones, Joyous Wolf, Verve ofl koma við sögu í Rokklandi vikunnar. Við heyrum nokkur af nýjustu lögum Bubba í þættinum, en hann frumflutti splunkunýtt lag, nýjan dúett af væntanlegri plötu hjá Gísla Marteini á föstudagskvöldið síðasta. Lagið sem hann syngur ásamt Katrínu Halldóru heitir Án þín. Við heyrum það og nokkur önnur nýleg Bubba-lög. Við heyrum líka aðeins í tríóinu Góss sem þau Sigga Thorlacius, Siggi Guðmunds og Guðmundur Óskar mynda. Þau voru í Stykkishólskirkju í gær að spila og eru í kvöld á Hvanneyri og það er plata væntanleg frá þeim núna innan skamms. Svo er það Bandaríska rokksveitin Joyous Wolf, við klynnumst henni, heyrum svo nokkur lög af nýju plötunni frá Noruh Jones auk þess sem lag vikunnar verður tekið til umfjöllunar, en lag vikunnar að þessu sinni er Bitter Sweet Symphony með Verve sem kom út 1997, en þeir Jagger og Richards úr Rolling Stones hafa hingað til fengið allar höfundagreiðslur fyrir lagið. Þeir fengu líka Grammy verðlaun fyrir það á sínum tíma en nú eru Jager og Richards búnir að afsala sér öllum rétti yfir til söngvara Verve , Richard Ashcroft sem sannarlega samdi lagið á sínum tíma og hann er glaður. Bjössi Thor og Mugison koma líka aðeins við sögu, en fyrirferðarmestur er Peter Gabriel og kvikmyndatónlistarplatan hans; Rated PG sem kom út á alþjóðlega plötubúðadaginn í apríl.
↧