Í Rokklandi á morgun verður öllu mögulegu sullað saman, en á ótrúlega smekklegan hátt!
Ensk-íslenska hljómsveitin The Vaccines sem spilaði á Airwaves á dögunum kemur við sögu, við heyrum upptökur frá tónleikunum þeirra á Listsafninu og viðtal við bassaleikarann Árna Hjörvar frá Reykjavík.
Við heyrum örlítið í Björk og músík af splunkunýrri REMIX-plötu (Bastards) sem kemur út á mánudaginn (19.11.2012).
Tónleikagestir á Sigur Rósar-tónleikunum í Laugardalshöllinni á dögunum segja hvað þeim fannst.
Þeir Þráinn Árni úr Skálmöld og Einar Þór úr Dúndurfréttum koma í heimsókn og ræða hljlómsveitina KISS, nýju plötuna þeirra (Monster) og svo verður Svana Gísladóttir á línunni frá London, en hún er að gera heimildarmynd um engan annan en Bruce Springsteen.
Bob Ezrin upptökustjóri Pink Floyd plötunnar The Wall segir svo frá því þegar lagið Comfortably numb varð til.
↧
Sigur Rós-Kiss-Springsteen-Björk-Pink Floyd
↧
Björk nýtur raddbandanna!
Björk Guðmundsdóttir er aðalgestur Rokklands í dag.
Út var að koma safnplata með remixum (endurhljóðblöndunum) sem Björk valdi sjálf. Platan nafnist Bastards og hefur að geyma lögin af síðustu hljóðversplötu, Biophiliu, endurunnin á ýmsan hátt og af ýmsu fólki.
Björk segir frá þessu í fyrri hluta þáttarins og talar einnig t.d. um vandræðin sem hún lenti í fyrir nokkrum árum með röddina sína og hvernig læknavísindin hafa hjálpað henni að endurheimta röddina.
Í seinni hluta þáttarins koma við sögu t.d; Marvin Gaye og Lenny Kravitz, AC/DC, The Hives, Iceland Airwaves, Ásgeir Trausti, Brian Jonestown Massacre, The National og Boardwalk Empire og örugglega eitthvað fleira.
↧
↧
Bay City Rollers og Abba!
Hvernig tengist hljómsveitin Ghostigital Abba og Bay City Rollers? Þú færð að heyra allt um það ef þú hlustar á Rokkland í dag kl. 16.05!
Þeir Einar Örn og Curver Thoroddsen sem eru saman Ghostigital ræða um hljómsveitina, hvernig hún varð til, um nýju plötuna sína og gestina sem koma þar við sögu, en þeir eru m.a. David Byrne (Talking Heads), Damon Albarn (Blur) og Alan Vega (Suicide).
Hjálma-Upptökur bandarísku útvarpsstöðvarinnar KEXP frá Seattle frá Airwaves á Kex hostel koma við sögu í þættinum og einnig splunkuný jólaplata frá Rod Stewart.
↧
ZZ Top á rúntinum í Reykjavík
Í Rokklandi dagsins (09.12.2012)verður skautað yfir feril bandarísku rokksveitarinnar ZZ Top sem var stofnuð í Houston i Texas árið 1969, en gítarleikari og söngvari sveitarinnar, Billy Gibbons, var staddur á Íslandi um síðustu helgi.
Helgi Svavar Helgason tommari Hjálma bauð Gibbons á rúntinn um Reykjavík, bauð honum heim í kaffi og bauð honum í hádagismat. Hann segir frá kynnum sínum af Billy í þættinum. Tónlist ZZ Top verður fyrirferðarmikil í þættinum og nýja plata, La Futura er þar í forgrunni.
Þar sem jólin eru á næstu leiti heyrast jólalög með fólki eins og Mark Lanegan (Screaming Trees), The Dropkick Murphys og Calexico.
Getraunin verður á sínum stað og í verðlaun eru Rokkland-bolur, Jólalagasafnplatan Rokk & Jól (Jól í Rokklandi) og 2 miðar á tónleikana Hátt í Höllinni sem verða 19. desember í Laugardalshöll.
↧
Leaves og Travolta jól
Hljómsveitin Leaves kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir rétt rúmum áratug. Fullsköpuð, tilbúin hljómsveit sem var komin með plötusamning í útlöndum, umboðsmann Sykurmolanna og Emiliönu Torrini en hafði aldrei spilað á tónleikum. Hvernig gerðist það eiginlega?
Fyrsta plata Leaves, Breathe á 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ætlar sveitin að spila hana í heild sinni á Faktorý 29. desember nk. og af sama tilefni er Arnar Guðjónsson stofnandi, söngvari, gítarleikari, hljómborðsleikari, aðal lagasmiður og forsprakki Leaves aðalgestur Rokklands í dag. Hann segir sögu Leaves, talar um plöturnar þrjár, þá fjórðu sem er á leiðinni. Um mannabreytingar í hljómsveitinni, ævintýrin. listina og lífið.
Jólaplata Grease stjarnanna John Travolta og Oliviu Newton John kemur líka í sögu í þætti dagsins (16.12.2012)
↧
↧
Björk og Pogues á jólaballi
Jólaþáttur Rokklands er að þessu sinni á Þorláksmessu og þar verður jólamúsíkin allsráðandi! Óli Palli ætlar t.d. að rekja sögu Pogues-jólalagsins Fairytale of New York sem er þessa dagana í 10. sinn inni á topp 20 á breska vinsældalistanum.
Lagið sem er orðið 25 ára gamalt er í seinni tíð aftur og aftur valið besta/vinsælasta jólalagið í allskyns kosningum.
Ingibjörg Þorbergs og íslensku jólaófétin verða líka í brennidepli. Björk talar lítillega um jólaköttinn, Megas tekur lag eða tvö, Gerður G. Bjarklind syngur Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu og svo heyrist líka í fólki og hljómsveitum eins og My Morning Jacket, Mark Lanegan og Cerys Matthews (úr Catatonia) sem syngur welskan jólasálm.
↧
Áramótasprengja Rokklands
Í Rokklandi dagsins (30.12.2012) verður skautað yfir Rokklands-árið 2012 og boðið upp á brot úr vel völdum þáttum.
Bryan Ferry talar um Glam-rokk og segir frá námaverkamanninum pabba sínum og æsku sinni og uppvexti á sveitabæ á norður-Englandi þar sem hvorki var rafmagn eða rennandi vatn. Sigur Rós segir frá plötunni Valtari. Óli Palli minnist Whitney Houston. James Taylor segir frá því þegar hann, 19 ára gamall var allt í einu kominn til London árið 1967 og farinn að taka upp með Bítlunum. Of Monsters And Men tala um Músíktilraunir og Jay Leno. Ásgeir Trausti um uppvöxt sinn á Laugarbakka ofl. Rusty Anderson talar um samstarfið við sir Paul McCartney. Ralph Molina trommari Crazy Horse um samstarfið við Neil Young og upphaf Crazy Horse. Jack White talar um indie-rokk-hipstera ofl og Richard Hawley um nýju plötuna sína. Og þetta er ekki allt!
↧
Jarðarfararblús og þunglyndi
Í Rokklandi í dag (06.01.2013) verða í aðalhlutverki þeir Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson, Mark Lanegan fyrrum söngvari The Screaming Trees og ungstirnið Frank Ocean frá Ameríku.
Óli Palli ræðir við þá Steindór og Hilmar um plötuna Stafnbúa sem þeir sendu frá sér fyrir jólin, en Stafnbúi er einskonar sjálfstætt framhald af Hrafnagaldri Óðins sem þeir voru báðir lykilmenn í ásamt Sigur Rós fyrir áratug,
Platan Blues Funeral með Mark Lanegan fyrrum söngvar Screaming Trees er ein af plötum árins 2012 og hún er til umfjöllunar í þættinum.
Frank Ocean er svo eitt af nýstirnum ársins og hans fyrsta alvöru plata, Channel Orange er á allskyns listum yfir plötur ársins og ein af þeim allra bestu segja spekingarnir. En hver er þessi Frank Ocean? Allt um það í Rokklandi.
Svo er það stóra spurningin: Er platan dauð? En albúmið sem konsept búið að vera? Eru tónlistarmenn að hætta að gefa út heila plötur, safn laga sem mynda samhangi heild?
↧
Frá Gröningen til Sidney
Mumford & Sons og Ásgeir Trausti verða í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins (13.01.2013)
Í fyrri hluta þáttarins sem kemur beint frá Eurosonic Festival í Gröningen í Hollandi verður boðið upp á tónleika Ásgeirs Trausta sem fóru fram á fimmtudagskvöldið á Eurosonic.
Í síðari hlutanum eru það svo tónleikar með ensku hljómsveitinni Mumford & Sons sem Ástralska útvarpsstöðin Triple-J hljóðritaði fyrir EBU í Sidney 18. október sl.
↧
↧
Á rokkhátíð með ferða-kirkjuorgel!
Eurosonic tónlistarhátíðin sem fór fram í Groningen í Hollandi um síðustu helgi verður í brennidepli Rokklands í dag (20.01.2013)
Það sem heillaði Rokklandstjórann einna helst á Eurosonic var 26 ára gömul smávaxin stúlkukind frá Gautaborg sem heitir því mikilfenglega nafni: Anna Von Hausswolff. Hún er söngvaskáld eins og Bergþóra, Bubbi og Bellman, nema hvað hennar hljóðfæri er ekki gítar heldur kirkjuorgel. Anna er tilnefnd til norrænu tónlistarverðlaunanna í ár eins og Ásgeir Trausti, Neneeh Cherry, First Aid Kit og Retro Stefsson og Óli Palli spjallaði við hana í Hollandi. Einnig býður hann upp á tóneikaupptökur frá hátíðinni með Önnu, Ásgeiri Trausta, Siinai frá Finnlandi, Jake Bugg frá Englandi, LIttle Green Cars frá Írlandi ofl.
Anna HIldur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri NOMEX kemur við sögu, eins og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTÓN, Juan Zeleda frá Spáni, Skip The Use frá Frakklandi, Blaudzun frá Hollandi og fleiri vonarstjörnur Evrópska tónlistarheimsins.
Auk Ásgeirs Trausta spiluðu á Eurosonic í ár íslensku hljómsveitirnar/listamennirnir: Pascal Pinon, Epic Rain og Snorri Helgason.
↧
Sónar Islandus!
Björn Steinbekk heitir aðal skipuleggjandi Sónar Reykjavík og lofar frábærri hátíð, en Sónar tónlistarhátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík helgina 15. og 16. febrúar í Hörpu.
Björn segir hvernig Sónar hátíðin fæddist í Barcelona fyrir bráðum 20 árum og hvernig það gerðist að það var ákveðið að koma upp útibúi í Reykjavík í febrúar 2013.
Hann kallar líka eftir pólitískum stuðningi við frumkvöðla sem allir stjrónmálamenn lofa í hástert á hátíðastundum en síðan ekki söguna meir,
Á Sónar Reykjavík koma fram listamenn eins og quarepusher, Ásgeir Trausti, Modeselektor, Mugison, James Blake, Gus Gus, Ryuichi Sakamoto og margir fleiri! Allir mjög töff!
Í þættinum í dag (27.01.2013) koma líka við sögu U2, Beady Eye, vinilplatan, hljómplatan sem app, The Redwood Plan frá Seattle, Björk, Jac Holzeman og Elektra útgáfan, The Beatles og allskonar!
↧
Adele og John Grant
Í Rokklandi í dag (03.02) morgun skoðar Óli Palli hvaða plötur seldust mest og best í Ameríku á síðasta ári, en það er athyglisverður listi.
Breska söngkonan Adele á plötuna sem seldist í flestum eintökum í fyrra, en hún seldist líka mest allra platna árið 2011. Og það er einstakt.
Bandaríski tónlistarmaðurinn eitursnjalli, John Grant er búinn að dvelja hér á Íslandi meira og minna síðan hann kom og spilaði á Iceland Airwaves haustið 2011. Hann er búinn að taka upp plötu með Bigga "veiru" úr Gus Gus sem kemur út í mars á vegum Senu á Íslandi. Grant verður með útgáfutónleika í Hörpu 16. mars og fer svo í tónleikaqferð um heiminn með hljómsveit sem er að mestu leyti skipuð íslendingum. Óli Palli ræðir við John um ást hans á Íslandi, um íslenska tungu, um nýju plötuna, íslenska tónlist ofl.
Einnig heyrast upptökur úr safni Rásar 2 með John Grant frá Airwaves 2011, og líka upptökur frá bandarísku útvarpsstöðinni KEXP með John, sem gerðar voru á KEX-hostel í sömu heimsókn. Þar að auki 2 lög af nýju plötunni væntanlegu.
↧
Lög eru eins og hús sem maður gengur inn í
Segir Egill Ólafsson meðal annars í Rokklandi dagsins (10.02.2012)Hann segist alltaf hafa séð lög fyrir sér eins og byggingar sem maður geti gengið inn um dyrnar á, gengið um og horft út um gluggana. Lög hafi strúktúr og herbergjaskipan, en ekkert gólf og ekkert þak.
Egill varð sextugur í gær (09.02.2013) og af því tilefni efnir Rás 2 til Ólafs Egils-vöku alla helgina og liður í þeim hátíðahöldum er Rokkland þar sem Egill er heiðursgestur á morgun.
Egill segir í Rokklandinu frá æsku sinni og skólagöngu á Núpi og í MH. Frá fyrstu árunum í bransanum, frá Júlíusi Agnarssyni vini sínum og hljómsveitinni Andrew, Spilverki Þjóðanna og fyrstu Stuðmannaplötunni; Sumri á Sýrlandi.
Hann talar líka um að það hafi verið hálf ómögulegt að syngja með grímu á höfðinu eins og hann þurfti að gera á nokkrum fyrstu tónleikum Stuðmanna fyrir öllum þessum árum.
↧
↧
Má ekki bjóða ykkur örlítið flugnaeitur?
Egill Ólafsson heldur áfram að rekja feril sinn í Rokklandi í dag (17.02.2013) þaðan sem frá var horfið fyrir viku.
Hann segir frá Spilverkinu og plötunum fjórum, Spilverki Þjóðanna, Nærlífi, Götuskóm og Sturlu. Hann talar um Ísland sem var, hvernig Hinn Íslenski Þursaflokkur varð til. Hann segir frá samstarfinu við Megas þegar hann og Spilverkið gerðu plötuna Á bleikum náttkjólum 1977. Af Jagermeister-morgun-drykkju söngvaskáldsins og þegar hann bauð hljómsveitinni upp á örlítið flugnaeitur til hressingar.
Egill segir frá Evrópudvöl Þursanna 1979 og ævintýrum vítt og breitt. Af Stuðmönnum og öðrum karakterum.??
↧
Söngvaskáld syngja til kvenna!
tilefni konudags verða leiknar nokkrar af helstu perlum rokksögunnar þar sem sungið er af mikilli ást og einlægni til kvenna.
En John Grant kemur líka við sögu, segir sögurnar á bakvið 2 lög af nýju plötunni sinni Pale Green Ghosts sem kemur út 16. mars. Hann talar líka um Nick Cave og lagasmíðar.
Egill Ólafsson klárar svo að segja frá sjálfum sér og vinum sínum og árunum frá 1979 til 1982 í lífi sínu. Af Þursum, Stuðmönnum, Gretti og fleiri hetjum.
↧
Sinéad O´Connor segist vera mrs John Grant
Sinéad syngur bakraddir á plötunni hans John Grant, Pale Green Ghosts sem kemur út 11. mars. Sama dag og hún spilaði á Airwaves í Fríkirkjunni í fyrra bauð Biggi veira úr Gus Gus John til sín í hljóðver Gus Gus og í framhaldinu var nýja platan hans gerð hérna á Íslandi.
John talar um Sinéad í Rokklandi í dag og hún talar um hann og Óli Palli segir sögur af henni og Bob Dylan og Willie Nelson og Kris Kristofferson svo dæmi séu tekin.
David Bowie, The Strokes, BRMC, The Civil Wars ofl koma lítillega við sögu líka og nýja platan frá Nick Cave & The Bad Seeds er til skoðunar í þættinum sem er á dagskrá eins og alltaf á sunnudagum kl. 16.05.
↧
Slagsmálaskítur og kjarnorka fyrir friði!
Ólafur Arnalds var í eina tíð í hljómsveitunum Fighting Shit, Mannamúll og Celestine td. Þar trommaði hann en í dag er hann að geta sér gott orð sem kvikmyndatónskáld og nútíma poppstjarna.
Ólafur er ekki nema 26 ára gamall en búinn að koma ár sinni vel fyrir borð í tónlistarheiminum. Tónlistin hans hefur verið notuð í stórar Hollywood kvikmyndir og vinsæla sjónvarpsþætti, hann er með útgáfusamning við Universal og hann þykir fremstur meðal jafningja á Íslandi í nýmiðlun tónlistar. Ólafur sem sendi nýverið frá sér sína aðgengilegustu plötu, For now i am winter, er aðalagestur Rokklands á morgun (10.03.2013). Hann segir í þættinum frá nýju plötunni og fortíðinni í metal-rokkinu.
Atoms For Peace heitir hún "súpergúppan" sem Thom Yorke forirngi Radiohead leiðir. Hann setti hjómsveitina saman í þeim tilgangi að fylgja eftir sólóplötunni sinni, The Eraser fyrir nokkrum árum. Í lok tónleikaferðarinnar fór hann með hljómsveitinni í hljóðver í Los Angeles og tók upp í þrjá daga. Síðan þá hafa þeir verið að klippa og líma hann og upptökustjórinn Nigel Goodrich sem líka er í hljómsveitinni og fyrir skemmstu kom út platan AMOK. Um plötuna og hljómsveitina verður fjallað í Rokklandi, en í bandinu eru t.d. þeir Flea bassaleikari úr Red Hot Chili Peppers og trommarinn Joey Waronker (R.E.M. og Beck).
Þar að auki koma við sögu í þættinum listamenn og hljómsveitir eins og The Byrds, The Coral, Ride, Woods, Velvet Crush, Nada Surf, Son Volt og Mad Season.
↧
↧
Svartir menn notaðir eins og nautgripir
Já þannig var veruleiki margra helstu blússkálda Bandaríkjanna hér áður fyrr segir Pétur Tyrfingsson blúsmaður í Rokklandi á morgun (17.03.2013).
Pétur hefur staðið í framvarðasveit íslenska blússins í meira en 20 ár. Hann var með blúsþætti á Rás 2 í eina tíð og hefur leitt Tregasveitina árum saman, en hún hefur verið starfandi með hléum frá því á níunda áratugnum. Pétur segir í þættinum frá erlendu gestunum sem heimsækja blúshátíð í Reykjavík núna í dymbilvikunnu, en þá verður hátíðin haldin í 10. sinn.
Þessir erlendur gestir eru ???hjónin Lucky og Tamara Peterson og hinsvegar Guitar Shorty.
Lucky Peterson hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu og gaf út sína fyrstu plötu aðeins fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með Blue Ice Bandinu eins og Guitar Shorty gerir líka.
Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er margverðlaunaður og hefur spilað með mörgum af helstu stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton.
Rokkland skellti sér á blaðamannafund Rokkhátíðar alþýðunnar á Ísafirði síðasta mánudag og ræddi m.a. við borgarstjórann á Ísafirði, skíðakappann Daníel Jakobsson?, frú Aldrei fór ég suður, Rúnu Esradóttur og rokkstjórann og smalann Jón Þór Þorleifsson ofl. Í þættinum heyrast líka upptökur frá Aldrei fór ég suður 2011 og 2012.
↧
Bowie í Músíktilraunum!
Já David Bowie hefur svo sannarlega verið duglegur í músíktilraunum í gegnum tíðina og núna nýlega sendi hann frá sér sína fyrstu plötu í áratug.
Platan sem heitir The Next Day kom eins og þruma úr heiðskíru lofti vegna þess að fólk var almennt búið að afskrifa það að David Bowie ætti nokkurn tíma eftir að gefa út plötu aftur. Það eru 10 ár frá því síðasta plata hans kom út. Hún heitir Reality og í tónleikaferðinni sem hann fór til að kynna hana fékk hann hjartaáfall og hefur haldið sér næstum algjörega til hlés síðan.
Bowie til aðstoðar á nýju plötunni er hans gamli félagi og upptökustjóri Tony Visconti sem hefur unnið náið með honum í meira en 40 ár. Hann og aðrir sem komu að gerð plötunnar þurftu að halda þessu leyndarmáli algjörlega út af fyrir sig sem þýddi það t.d. að Tony þurfti að ljúga að vinum sínum í heil tvö ár, en Bowie lagði mikla áherslu á að enginn fengi að vita að hann væri að gera plötu. Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. PLatan fór beinustu leið í fyrsta sæti vinsældalista um allan heim. Engin plata frá Bowie hefur náð toppsæti breska listans í 20 ár þar til núna og nýja platan er eina plata Bowie sem hefur náð 2. sæti Bandaríska listans. Óli Palli fjallar um nýju plötuna og skautar yfir hvað hann hefur verið að gera síðasta áratuginn.
Úrslit Músíktilrauna fór fram í gær í Silfurbergi Hörpu og hljómsveitirnar sem komust á verðlaunapall verða kynntar í Rokklandinu og sagt frá Músíktilraunum og músík frá úrlsitakvöldinu spiluð, Hljómsveitin Vök frá Hafnarfirði og Akranesi sigraði.
↧
Bestu páskalögin 2013
Í fyrri hluta Rokklands á páskadag er fókusinn á nýja músík sem á hugsanlega aldrei eftir að heyrast aftur.
Þeir sem flytja eru söngvaskáld á borð við Steve Earle, Billy Bragg, Ron Sexsmith og Ed Harcourt t.d.
En í seinni hluta þáttarins er það Bubbi Morthens sem ræður ríkjum. Við heyrum brot af tónleikum hans frá Aldrei fór ég suður 2013 (frá föstudegi) og svo verður frumflutt með honum splunkunýtt lag sem heitir Stormurinn, er hátt í 10 mínútur að lengd og fjallar um Geirfinnsmálið.
↧