Quantcast
Channel: Rokkland
Viewing all 1298 articles
Browse latest View live

Suede og aftur Suede

$
0
0
Þegar breska hljómsveitin Suede kom fram á sjónarsviðið fyrir rétt rúmum 20 árum var hrópað húrra, talað um nýtt upphaf í breskri tónlist og hugtakið Brit Pop varð til. Logi Suede brann skært og frekar hratt og fyrir áratug var allur eldur úr sveitinni. Síðan þá hefur söngvarinn Brett Anderson sent frá sér sólóplötur, hann tók upp þráðinn með upphaflega gítarleikara Suede, Bernard Butler og gerði plötu undur nafninu The Tears. Nú er Suede komin aftur í þeirri mynd sem hún var þegar hún var á toppnum á tilverunni. Ný plata, Bloodsports, fyrsta plata Suede í áratug leit dagsins ljós fyrir skemmstu og Óli Palli ætlar í Rokklandi á sunnudaginn að rekja sögu Suede frá upphafi til dagsins í dag. Í þættinum heyrast viðtalsbrot við meðlimi Suede úr eldri Rokklandsþáttum, allt frá árinu 1996 og upptökur frá tónleikum Suede á Airwaves í Laugardalshöll árið 2000.

Ungar konur og eldri menn

$
0
0
Ólöf Arnalds, Emeli Sandé, Deep Purple og Ian Hunter komu við sögu í Rokklandi sunnudaginn 14. apríl. Ólöf Arnalds er nýbúin að senda frá sér sína þriðju plötu. Hún heitir Sudden Elevation og þar syngur Ólöf í fyrsta einn eingöngu á ensku, sem er henni ekki algjörlega framandi þar sem móðurfjölskyldan hennar er ensk. Hún segir frá þessari persónulegu plötu í þættinum. Emeli Sandé er 26 ára gömul söngkona, fædd í Sunderland en ólst að mestu upp í Skotlandi. Móðirin er ensk en pabbinn frá Sambíu. Hún lærði læknisrfræði en hætti á fjórða ári og ákvað að beita öllumm kröftum sínum í tónlistina. Hún hefur algjörlega slegið í gegn í Bretlandi og kom meðal annars fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í sumar. Gömlu rokkhundarnir, rokk-frumkvöðlarnir í Deep Purple eru enn að á sjötugsaldri og núna síðar í mánuðinum kemur út ný plata með sveitinni. Hún heitir Now What? og er 19. hljóðversplatan þeirra. Deep Purple er á leiðinni til Íslands í sumar eins og margir vita, spilar í Laugardalshöll 12. júlí nk. Í þættinum heyrast 2 lög af þessari væntanlegu plötu sveitarinnar. Ian Hunter var söngavri ensku rokkhljómsveitarinnar Mott The Hoople árin í kringum 1970. Þekktasta lag hljómsveitarinnar er All The Young Dudes eftir David Bowie sem hann samdi sérstaklega fyrir hljómsveitina vegna þess að hann vildi ekki að hún legði upp laupana árið 1972. Lagið er enn spilað reglulega í útvarpi um allan heim og Ian Hunter sem er orðinn 73 ára gamall er en að gera plötur og meira að segja fínar plötur. Óli Palli skautaði yfir feril Hunters í þættinum og spilaði nokkur tóndæmi.

Vottar Jehóva og sexy M.F.

$
0
0
Tónlistarmaðurinn Prince skírðist til votta Jehóva fyrir rúmum áratug og hefur í kjölfarið breytt sumum textum sínum og öðrum sleppir hann alveg að syngja. Um þetta verður fjallað lítillega í Rokklandi á morgun (20.04.2013). Skoska söngkonan Emeli Sandé hefur slegið í gegn. Fyrsta platan hennar fór beina leið á topp vinsældalistans í Bretlandi þegar hún kom út í fyrra. Hún hlaut tvenn helstu verðlaunin þegar breksu tónlistarverðlaunin voru afhent síðast; "tónlistarkona ársins" og "plata ársins". Hún söng líka við bæði opnunar og lokahátíð Ólympíuleikanna í London í fyrra. Hún kemur við sögu í Rokklandi. Upptökustjórinn Andy Johns sem tók m.a. upp allar helstu plötur Led Zeppelin og nokkrar með Rolling Stones lést á dögunum og hans verður minnst í þættinum. Jeff Lynne er sérlundaður furðufugl. Eða hvað? Óli Palli fjallar um hann og spilar lög af sólóplötunni hans sem kom út síðasta haust. Platan heitir Longwave og inniheldur gamlar dægurlagaperlur sem Lynne heyrði í langbylgjuútvarpinu sínu þegar hann var að alast upp í Birmingham árin eftir seinni heimsstyrjöldina.

Íslendingar setja X við Rokkland

$
0
0
Rokkland verður fjölbreytt og á sínum stað í dag (28.04.2013) þegar íslendingar hafa kosið sér nýja fulltrúa á Alþingi. Hún er nýorðin 27 ára, tónlistarskólagengin glæsileg tónlistarkona frá Birmingham. Hún er ein af þremur sem hlaut í ár tilnefningu til Critics choice verðlauna bresku tónlistarverðlaunanna. Hún lenti í fjórða sæti sæti í BBC Sound 2013 og sendi nýverið frá sér fyrstu plötuna sína. Hún heitir Laura Mvula og er til umfjöllunar í Rokklandi á sunnudaginn (28.04.2013). Bandaríski tónlistarmaðurinn Richie Havens sem sló í gegn á Woodstock-hátíðinni í ágúst 1969 lést í vikunni sem leið, 72 ára að aldri. Óli Palli fjallar um feril hans og spilar nokkur lög með honum í þættinum. Söngvarinn Bogomil Font var hérumbil óþekkt stærð þegar hann mætti í beina útsendingu á Rás 2 í júlí 1992 og söng nokkur lög. Hann og millarnir voru þá ekki búnir að gefa út sína fyrstu plötu. Þessi heimsókn Bogomils og Millanna verður rifjuð upp í þættinum. Clapton is God var málað og krotað á veggi í London þegar enski tónlistarnmaðurinn Eric Clapton var rétt rúmlega tvítugur, hann þótti svo gríðarlega fær á gítarinn. Nýlega sendi hann frá sér sína 21. Hljóðversplötu. Hún heitir Old Sock og inniheldur lög eftir ýmsa meistara á borð við Oscar Hammerstein og Jerome Kern og George og Ira Gershwin, en líka Taj Mahal, JJ. Cale og Peter Tosh. Clapton er kominn á ellilífeyrisaldur og loksins orðinn „gamall blúsmaður“. En er eitthvað varið í þetta? Allt um það í Rokklandi.

Það jafnast ekkert á við djass...

$
0
0
Jakob Frímann Magnússon varð sextugur í gær (04.05.2013) og af því tilefni er hann heiðursgestur Rokklands í dag. Í þættinum segir Jakob sögur af sjálfum sér, samferðamönnum, lífinu í músíkinni auk þess sem Óli Palli og Jakob skauta í gegnum sólóplöturnar hans Jakobs og önnur verk hans sem minna hefur farið fyrir en verkum Stuðmanna. Sólóplötur Jakobs eru djass og bræðingsmegin í tilverunni og hafa heyrst talsvert minna en plötur Stuðmanna. En það verða spiluð lög af þeim öllum í Rokklandi dagsins.

Vínyll, plötubúðir og diskó

$
0
0
Franska hljómsveitin Daft Punk og nýi smellurinn sem dúettinn gerði með gamla diskóboltanum Nile Rodgers koma við sögu í Rokklandi dagsins á Rás 2. Dr. Gunni og Trausti Júlíusson tjá sig um vínyl og plötubúðir og auk þess verður boðið upp á heilan helling af splunkunýrri músík.

Bubbi, Bobby og Daft Punk

$
0
0
Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér enn eina plötuna. Hún er 27. sólóplatan hans og Rokkland spyr: Er kannski komið nóg? Hún heitir Stormurinn, Arnar Eggert Thoroddsen gaf henni nýverið fullt hús stiga eða 5 stjörnur í Morgunblaðinu og fullyrðir að hún sé ein af bestu plötum Bubba í langan tíma. Bubbi syngur á plötunni um lífið, ástina, hætturnar sem liggja samhliða lífinu og ýmislegt sem honum liggur á hjarta. Franski raf-dúettinn Daft Punk sendi fyrir stuttu frá sér plötuna Random Access Memory sem hefur m.a. að geyma topplag vinsældarlista Rásar 2, ofursmellinn Get lucky þar sem þeir Pharrell Williams (N.E.R.D.) og Nigel Rodgers (Chic) eru gestir í lykilhlutverkum. Í Rokklandi verða spiluð fleiri lög af plötunni, eldri plötunum þremur og skautað yfir söguna. Skoska sveitin Primal Scream var líka að senda frá sér enn eina plötuna, fína plötu sem heitir More Light og hefur verið að fá fína dóma. Hún verður til umfjöllunar í þættium líka. Það verður ekkert talað um Eurovision í þættium.

Speisrokk frá Perth og Perth á Dalatanga

$
0
0
Kevin Parker er 27 ára gamall náungi frá Perth í Ástralíu. Hann er leiðtogi, söngvari og aðal lagasmiður hljómsveitarinnar Tame Impala sem vakið hefur mikla lukku undanfarið. Bæði fyrsta platan; Innerspeaker (2010) og önnur platan; Lonerism sem kom út í fyrra voru valdar plötur ársins í Ástralíu. Lonerism var líka valin plata ársins hjá NME í Bretlandi og Rolling Stone í Ameríku. Tónlistin er einhverskonar „speisrokk“ sem minnir á frum-Pink Floyd en uppáhalds hljómsveitin hans Kevins er Supertramp. Við kynnumst Tama Impala í Rokklandi og heyrum í Kevin Parker. Hljómsveitin Amiina var að senda frá sér skemmtilega plötu sem heitir The Lighthouse Project og er afrakstur tónleikaferðar um Ísland sumarið 2009 þar sem spilað var í vitum viðsvegar um land. T.d. á Dalatanga. Hljómsveitin Amiina varð til sem strengjakvartett fjögurra vinkvenna sem voru saman í tónlistarskólanum í Reykjavík. Þær vöktu fyrst athygli sem upphitunarnúmer hjá Sigur Rós fyrir æstum 15 árum síðan og hafa síðan spilað á öllum þeirra plötum nema þeirri nýju sem er að koma út innan skamms. Amiina er í dag orðin annað og miklu meira en strengjakvartett sem spilar á plötum og tónleikum með Sigur Rós. Sveitin hefur ekki ferðast með Sigur Rós síðan 2008 og er í dag sex manna band. Þeir Magnús Tryggvason Eliasen og Kippi kanínus er fastir meðlimir Amiinu í dag. En það breytir því ekki að á The Lighthosue project eru þær aftur orðnar fjórar þær Hildur, Edda Rún, Maria Huld og Sólrún. Þær María og Hildur heimsækja Rokkland. En það eru fleiri sem koma við sögu í þættinum, t.d. frænkur okkar frá Svíþjóð, Eurovision drottningarnar Loreen og Agnetha úr Abba. Sineád O´Connor, Daughter ofl.

It´s too high for me Bo...

$
0
0
Þetta sagði Rod Stewart við Björgvin Halldórsson þegar Björgvin og félagar plötuðu Rod upp á svið á Broadway vorið 1985. Söngvarinn var staddur á Íslandi í þeim tilgangi að sjá landsleik Íslands og Skotlands í knattspyrnu en var boðið á fegurðarsamkeppni Íslands á Broadway í Mjódd. Hann tók lagið með Bo & co og Björgvin segir frá þessu í Rokklandi dagsins. Jakob Frímann Magnússon segir frá kynnum sínum af Rod, en sá sem opnaði Rod dyrnar inn í bransann á sínum tíma er sami maðurinn og fékk hinn 19 ára gamla Jakob með sér í tónleikaferðir um Bretlan og Bandaríkin á sínum tíma. Long John Baldry heitir maðurinn, sá hinn sami og söng lagið She broke my heart inn á fyrstu plötu Stuðmanna árið 1975. Rod Stewart var að senda frá sér plötuna Time sem gerði sér lítið fyrir og settist í toppsæti breska vinsældalistans þegar hún kom út, en þeim árangri hefur rámur ekki náð síðan árið 1991. Time er líka fyrsta platan hans þar sem hann semur lögin sjálfur í meira en 20 ár. Rod segir frá plötunni sjálfur í þættinum og Óli Palli rekur feril hans frá því han var að stíga fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni í London fyrir hálfri öld og til dagsins í dag. Kött Grá Pje kallar hann sig maðurinn á bakvið lagið Aheybaró sem heyrst hefur talsvert á Rás 2 undanfarið. Hann heitir Atli og er frá Akureyri. Hann segir okkur frá Kött Grá Pje í Rokklandi.

Rokk og Folk frá Reykjavík og London...

$
0
0
Savages, Laura Marling og Snorri Helgason eru í aðalhlutverki í Rokklandi í dag (09.06.2013) Laura Marling er 23 ára gömul stelpa frá Englandi sem líkt hefur verið við meistara söngvaskáldanna, Joni Mitchell og Bob Dylan. Hún yfirgaf England í fyrra og býr núna í Kalifoníu. Hún sendi nýlega frá sér fjórðu plötuna sína sem gagnrýnendur hafa hrósað endalaust. Laura kemur við sögu í Rokklandi og auðvitað lög af nýju plötunni hennar sem heitir When I Was An Eagle. Stelpnabandið Savages frá London er sjóðheitt. Savages þykir minna á Patti Smith, Joy Division og fleiri hetjur post-pönksins. Savages er um þessar mundir að leggja heiminn að fótum sér og liður í því er umfjöllum í Rokklandi vikunnar. Snorri Helgason er staddur í Nashville um þessar mundir við upptökur nýrrar plötu. Í mars var hann staddur í Reykjavík og spilaði þá á Reykjavík Folk Festival ásamt hljómsveit sinni. RÚV hljóðritaði og við heyrum hvernig það var í þættinum. Einnig koma við sögu listamenn og hljómsveitir eins og Airbourne, Volbeat, Jeff Tweedy og Mavis Staples, Lambchop, British Sea Power og Bj. Thomas, Lonnie Donegan og Howlin Wolf.

Homer fílar Sigur Rós

$
0
0
Hljómsveitin Sigur Rós sendir frá sér sjöundu plötu sína í dag. Hún heitir Kveikur og er mál málanna í Rokklandi vikunnar. Í þættinum kemur hljómsveitin Band Of Horses sem spilaði í Eldborg í Hörpu sl. þriðjudagskvöld aðeins við sögu. Tónleikarnir voru frábærir og voru teknir upp fyrir Rás 2. Á tónleikadag komu þeir í viðtal til Óla Palla þeir Bill bassaleikari og söngvarinn og gítarleikarinn Ben Bridwell. Ben segir í þættinum t.d. frá laginu No one´s gonna love you. Tónlistin í kvikmyndinni The Great Gatsby sem verið er að sýna í bíóhúsum núna kemur líka við sögu, en þar eru nýjar, en gamaldags útgáfur laga Beyoncé og Roxy Music. En hljómsveitin Sigur Rós sló í gegn á Íslandi sumarið 1999 þegar platan Ágætis Byrjun kom út. Með hverju árinu sem hefur liðið síðan þá hefur vegur Sigur Rósar vaxið og í dag er Sigur Rós eitt magnaðasta tónleikaband heimsins. Heimsþekkt hljómsveit sem er meira að segja búið að gera ódauðlega í Simpsons þætti. Núna í dag (17. Júní) kemur út ný plata með Sigur Rós, sjöunda stóra platan, og þar kveður við nýjan tón. Á burt er strengja-dramatíkin sem hefur hálfpartinn einkennt tónlist Sigur Rósar frá Ágætis Byrjun, og nú stígur Sigur Rós (sem er tríó síðan í fyrra eftir að Kjartan Sveinsson hljómborðs og gítarleikari hætti) fram með talsvert þyngri músík og öðruvísi en maður hefur átt að venjast frá hljómsveitinni. Þeir Goggi bassaleikari og Orri trommari eru gestir Rokklands að þessu sinni og fara yfir plötuna lag fyrir lag.

Jeff Beck ruddi brautina fyrir Zeppelin

$
0
0
Breski gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Jeff Beck er á leiðinni til landsins í vikunni og spilar á tónleikum í Vodafone höllinni næsta fimmtudag og verður á línunni í Rokklandi í dag (23.06.2013). Jeff Beck er séní og einn fremsti gítarleikari sögunnar. Hann var t.d. í 5. Sæti á lista sem tónlistarblaðið Rolling Stone setti saman fyrir nokkrum árum og þar var jafnframt talað um hann sem einn áhrifamesta gítarleikara rokksögunnar. Hann hefur sjö sinnum unnið til Grammy verðlauna. Hann er tvöfaldur meðlimur í Frægðarhöll rokksins. Annarsvegar sem hluti af hljómsveitinni Yardbirds síðan 1992, og svo sóló síðan 2009. Auk þess að gefa út fjöldan allan af sólóplötum í gegnum tíðina hefur hann spilað inn á plötur með listamönnum eins og Mick Jagger, Tinu Turner, Morrissey, Jon Bon Jovi, Malcom McLaren, Kate Bush, Roger Waters, Donovan, Stevie Wonder, Les Paul, Zucchero, Cyndi Lauper, Brian May og ZZ Top svo eitthvað sé nefnt. Og hann kemur hingað til að spila fyrir tilstuðlan góðgerðasamtakanna Endgame, en Endgame berst gegn útbreiðslu AIDS, Malaríu og Berkla í heiminum og markmiðið er að útrýma þessum vágestum! Jeff Beck verður á línunni í Rokklandi og talar m.a. um Yardbirds, Led Zepplin, um gildi þess að æfa sig og hvers vegna hann notar ekki gítarneglur. Tónlistarhátíðin All Tomorrow?s Parties (ATP) dregur nafn sitt frá samnefndu lagi með hljómsveitinni The Velvet Underground. ATP og viðburðir á hennar vegum hafa verið haldnir um allan heim í næstum fjórtán ár. ATP varð til í kjölfarið á tónlistarhátíðinni Bowlie Weekender sem hljómsveitin Belle and Sebestian stóð fyrir árið 1999 á sumarleyfisstaðnum Pontins í bænum Camber Sands á suðurströnd Englands. Á fyrstu All Tomorrow?s Parties hátíðinni árið 2000 í Camber Sands var hljómsveitin Mogwai fengin til að vera listrænn stjórnandi og valdi allar þær hljómsveitir sem komu fram á á hátíðinni, eins og Belle and Sebastian höfðu gert á Bowlie Weekender árið áður. Allar götur síðar hefur hátíðin verið haldin árlega. Umfang ATP fer sífellt stækkandi en stjórnendur hátíðarinnar hafa ávallt haft það að leiðarljósi að aðgreina sig frá öðrum hátíðum sem fjármagnaðar eru af stórum styrktaraðilum og stórfyrirtækjum. Það gera þau með því að halda hátíðum sínum smáum í sniðum þannig að nándin sé mikil og „fan-friendly? eins og lýst er á heimasíðu ATP Þau voru stödd á landinu í síðustu viku þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins, stjórnendur ATP og Óli Palli ræddi við þau um þessa skemmtilegu hátíð og hvers vegna hún sé núna komin til íslands.

Nick Cave elskar Laxness

$
0
0
ick Cave las Sjálfstætt fólk eftir Laxness og finnst hún frábær. Hann var á línunni í Rokklandi sunnudaginn 30. júní. Óli Palli ræðir við Cave, sem kom fram á ATP hátíðinni í Kaflavík í gærkvöld ásamt hljómsveitinni sinni The Bad Seeds, um trúmál, Johnny Cash, Ísland og ýmislegt fleira. ATP hátíðin verður líka í brennidepli í Rokklandi og ýmislegt annað. Annars er það helst að frétta af Nick Cave og tónleikum hans í gær á ATP að þeir voru magnaðir, sveitin spilaði í hátt í 2 tíma og mörg sínum þekkstustu lögum í bland við lög af nýjustu plötunni, Push The Sky Away. Cave féll niður af sviðinu í öðru lagi tónleikanna. Hann stóð þá á mjóum rampi sem stóð útfrá sviðinu og þegar hann steig til baka og ætlaði til félaga sinna á sviðinu hitti hann ekki á rampinn og féll framfyrir sig. Hvarf sjónum tónleikagesta. Hljómsveitin hélt áfram að spila lagið Jubilee street sem var einn af hápunktum tónleiianna en í tæpa mínútu voru tónleikagestir á milli vonar og ótta um hvort hann myndi halda áfram með tónleikana eða ekki. En svo birtist hann aftur og lét eins og ekkert hefði í skorist. Þegar lagið var svo búið sagði hann að rampurinn væri „helvíti slæm hugmynd“ og að þar vantaði handrið. Þessi lagalisti er skrifaður eftir minni og ekki víst að hann sé alveg réttur: We No Who U R Jubilee Street From Her to Eternity The Weeping Song Deanna Mermaids Jack the Ripper Tupelo God Is in the House We Real Cool Papa Won't Leave You, Henry The Mercy Seat Stagger Lee Push the Sky Away UPPKLAPP Red Right Hand

Roskilde upprifjun

$
0
0
Í Rokklandi dagsins eru liðnar Hróarskelduhátíðir rifjaðar upp. Wayne Coyne söngvari bandarísku hljómsveitarinnar The Flaming Lips kemur við sögu, brot úr viðtali sem Óli Palli átti við hann daginn eftir slysið hræðilega á Hróarskeldu árið 2000 þegar ungu mennirnir 9 tróðust undir á tónleikum Pearl Jam á Orange sviðinu. Í þættinum er líka brot úr viðtali við Sigur Rós frá sömu hátíð sem og brot úr öðru viðtali við Sigur Rós frá hátíðinni 2003. Tómas Young sem árum saman var opinber talsmaður og tengiliður Roskilde Festival á íslandi segir frá sjálboðaliðastarfinu Roskilde festival, en Tómas er sá sem stóð fyrir ATP í Kaflavík um síðustu helgi. Óli Palli fer líka á rúntinn um Hróarskeldu með Jónasi Sigurðssyni sem bjó um árabil í bænum. Rikke sem er aðal hljómsveita-bókari hátíðarinnar er á línunni og ýmislegt fleira. Svo er boðið upp á tónleikaupptökur frá hátíðinni með hljómsveitum eins og D.A.D. Oasis, Sigur Rós, Iron Maiden, Coldplay, Patti Smith, Nick Cave og Bad Seeds, Jack Johnson, Blondie, Travis, Strokes, Brian Wilson, Madness ofl.

Springsteen og ég og Black Sabbath og 13

$
0
0
lack Sabbath er hljómsveitin sem öðrum fremur skapaði þungarokkið eins og við þekkjum það í dag, Heavy Metal. Hljómsveitin hefur verið starfandi með hléum í meira en 40 ár og í ýmsum útgáfum. Sveitin sendi á dögunum frá sér fyrstu plötuna með upphaflega söngvarann, Ozzy Osbourne innanborðs síðan 1978. Platan heitir 13 og smellti sér í toppsæti vinsældalistanna bæði í Ameríku og Bretlandi þegar hún kom út. Það sem er kannski merkilegast við þetta alltsaman er að 13 er fyrsta plata Black Sabbath sem nær toppsæti vinsældalistanna. Er þetta svona frábær plata eða er málið að köllunum til aðstoðar á plötunni var stjörnu-upptökustjórinn Rick Rubin? Allt um það í Rokklandi. Bruce Springsteen er einn merkasti, elskaðasti og dáðasti tónlistarmaður samtímans. Núna mánudaginn eftir viku, 22. Júlí verður frumsýnd ný kvikmynd sem heitir Springsteen and I og fjallar alveg jafn mikið um aðdáendur hans og hann sjálfan. Það er fyrirtæki í eigu Ridley Scott sem framleiðir þessa mynd en aðal framleiðandinn er ung kona frá Akranesi sem heitir Svana og er Gísladóttir. Við heyrum í henni í þættinum og líka lítillega í Springsteen sjálfum. Svo verður boðið upp á nýja músík með listamönnum og hljómsveitum eins og Travis, Franz Ferdinand, Emmelie De Forest, Eliza Doolitle, The Handsome Family, Denis Whitmore, The Proclmaimers og Aluna George t.d.

Langbest á Bræðslunni!

$
0
0
Í Rokklandi sunnudagsins verður boðið upp á það besta frá Bræðslunni 2013. Óli Palli segir Bræðslusögur og spjallar við listamennina sem koma fram á Bræðslunni í ár, en þátturinn verður sendur út beint frá Borgarfirði eystra. Þeir sem fram koma eru: Ásgeir Trausti Magni John Grant Bjartmar og Bergrisarnir Mannakorn

Beint úr Húna

$
0
0
Rokkland var sent út beint úr Húna síðasta sunnudag. Í þættium eru endurteknir lokatónleikar Húna sem fóru fram á Akureyri laugardagskvöldið 20. júlí í bland við viðtöl við áhafnir Húna. Tónlistarfólkið Láru, Mugison, Jónas Sig, Ómar Guðjóns, Adda og Guðna og svo skipstjórann, stýrimanninn, kokkinn ofl.

David Byrne á hjóli í Reykjavík

$
0
0
Bandaríski tónlistarmaðurinn David Byrne, fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads hjólaði um Reykjavík þegar hann hélt tónleika í Háskólabíói árið 1994. Hann hafði með sér lítið samanbrjótanlegt hjól að heiman og hjólaði um borgina. Nú er hann væntanlegur til Reykjavíkur aftur og heldur tónleika aftur í Háskólabíói eftir rétta viku (sunnudaginn 18. ágúst) og ætlar að nota tækifærið og ferðast dálítið um vesturland og Snæfellsnes fyrir tónleikana. Óli Palli sló á þráðinn til hans í vikunni sem leið og þeir ræddu um samstarfið við tónlistarkonuna St. Vincent sem kemur með Byrne til Íslands. Plötuna Love This Giant sem þau gerðu saman og kom út í fyrra, um lífið og listina, bókaskrif, músíkbransann, hjólreiðar og allt mögulegt. Í þættinum kynnumst við David Byrne og tónlist hans, en gamla hljómsveitin hans; Talking Heads er ein áhrifamesta hljómsveit rokksögunnar. Talking Heads var samtíða öðrum New York sveitum eins og Blondie, Ramones, Patti Smith og Television t.d. Ein af merkustu hljómsveitum punk/New Wave senunnar í New York árin í kringum 1980. Hinsegin dagar hafa sett svip sinn á mannlífið á Íslandi undanfarna daga. Líkast til er gott að vera hommi eða lesbía á íslandi, hugsanlega er það hvergi betra! En það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera samkynhneigður á Íslandi og í seinni hluti þáttarins skoðumm við það örlítið og lítum líka aðeins til útlanda í því samhengi.

Tíminn var Zebrahestur

$
0
0
Högni Egilsson forsprakki hljómsveitarinnar Hjaltalín segir að tíminn hafi verið Zebrahestur um tíma í fyrra, en Högni greindist með geðhvörf í fyrra. Platan frábæra, Enter 4 sem Hjaltalín sendi frá sér rétt fyrir síðustu jól er talsvert lituð af þessu tímabili í lífi og Högna og vina hans í hljómsveitinni og hann og Sigríður Thorlacius söngkona Hjaltalín eru gestir Rokklands í dag. Þau tala um gerð plötunnar, geðhvörf og músík, Zebrahesta, Beyoncé og allt hitt. Eftir tæpa viku spilar Hjaltalín á Tónaflóði 2013, stórtónleikum Rásar 2 á Menningarnótt við Arnarhól ásamt Ágeiri Trausta, Kaleo og Sálinni hans Jóns míns.

Tónaflóð 2013

$
0
0
Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á brot af því besta frá Tónaflóði Rásar 2 2013 sem fór fram á Arnarhóli í gærkvöldi og var sent út beint bæði á Rás 2 og RÚV. Fram komu: Kaleo Ásgeir Trausti Hjaltalín Sálin Hans Jóns Míns Fjölmenni var á tónleikunum þrátt fyrir rigningu og það sem við köllum yfirleitt; leiðinlegt veður. En íslendingar eiga nóg af regnhlífum ýmiskonar og góðum og hlýjum fötum. Það kom berlega í ljós í gær og fólk skemmti sér vel í rigningunni.
Viewing all 1298 articles
Browse latest View live