Í Rokklandi á sunnudaginn verður Woodstock hátíðin, móðir tónlistarhátíðanna, rifjuð upp. Hátíðin fór fram dagana 15. -18. ágúst fyrir hálfri öld, árið 1969. Júlía P. Andersen innanhúsarkítekt, sem þá var tvítug stúlka í New York, fór með vinkonu sinni, Evu Benjamínsdóttur á hátíðina. Hún segir frá upplifun sinni í Rokklandi auk þess sem við heyrum ýmsar upptökur frá tónleikum hátíðarinnar, en á Woodstock komu t.d. fram; Jimi Hendrix, Santana, Joe Cocker, Janis Joplin, The Who, Creedence Clearwater Revival, Grateful Dead ofl.
↧