Í þættinum í dag heyrum við viðtöl við nokkra íslenska tónlistarmenn og hljómsveitir sem spiluðu á Eurosonic Festival í Hollandi núna um miðjan janúar. Það voru 7 íslensk númer sem komu fram á Eurosonic og við heyrum í fjórum þeirra. Rokkland hitti og spjallaði á hátíðinni við Reykjavíkurdætur, harðhausana í Une Misére og þær Bríeti og Hildi. En það er ekki bara Eurosonic í þessum þætti vegna þess að Bítlarnir og Peter Jackson, Robert Plant og Secret Solstice, James Bay og gítararnir hans David Gilmour koma líka við sögu.
↧