Á meðal þess sem hljómar í þessum þætti er tónlist með PJ Harvey og Anna Calvi, en þeirra nýjustu plötur eru á meðal þeirra 12 platna sem tilnefndar eru til Mercury tónlistarverðlaunanna sem verða afhent núna á þriðjudaginn (6. September)
Ég býð svo upp á upptökur frá síðustu Airwaves hátíð með ensku sveitinni Tunng.
En aðal gestur þáttarins er Karl Henry sem stundum er kenndur við hljómsveitina Tenderfoot. Hans nýjasta plata var tekin upp í Nashville. Hún kom ut á Íslandi 2009 en núna í síðustu viku í Bretlandi og Bandaríkjunum á vegum One Little Indian og hefur verið að fá frábæra dóma.
En við heyrum líka í Buddy Holly sem hefði orðið 75 ára 7. September ef hann hefði lifað.
↧