ick Cave las Sjálfstætt fólk eftir Laxness og finnst hún frábær. Hann var á línunni í Rokklandi sunnudaginn 30. júní.
Óli Palli ræðir við Cave, sem kom fram á ATP hátíðinni í Kaflavík í gærkvöld ásamt hljómsveitinni sinni The Bad Seeds, um trúmál, Johnny Cash, Ísland og ýmislegt fleira.
ATP hátíðin verður líka í brennidepli í Rokklandi og ýmislegt annað.
Annars er það helst að frétta af Nick Cave og tónleikum hans í gær á ATP að þeir voru magnaðir, sveitin spilaði í hátt í 2 tíma og mörg sínum þekkstustu lögum í bland við lög af nýjustu plötunni, Push The Sky Away.
Cave féll niður af sviðinu í öðru lagi tónleikanna. Hann stóð þá á mjóum rampi sem stóð útfrá sviðinu og þegar hann steig til baka og ætlaði til félaga sinna á sviðinu hitti hann ekki á rampinn og féll framfyrir sig. Hvarf sjónum tónleikagesta.
Hljómsveitin hélt áfram að spila lagið Jubilee street sem var einn af hápunktum tónleiianna en í tæpa mínútu voru tónleikagestir á milli vonar og ótta um hvort hann myndi halda áfram með tónleikana eða ekki. En svo birtist hann aftur og lét eins og ekkert hefði í skorist. Þegar lagið var svo búið sagði hann að rampurinn væri „helvíti slæm hugmynd“ og að þar vantaði handrið.
Þessi lagalisti er skrifaður eftir minni og ekki víst að hann sé alveg réttur:
We No Who U R
Jubilee Street
From Her to Eternity
The Weeping Song
Deanna
Mermaids
Jack the Ripper
Tupelo
God Is in the House
We Real Cool
Papa Won't Leave You, Henry
The Mercy Seat
Stagger Lee
Push the Sky Away
UPPKLAPP
Red Right Hand
↧