Gestir Rokklands að þessu sinni eru Robert Plant (Led Zeppelin) og Ólöf Arnalds.
Ólöf var að senda frá sér sína fjórðu plötu. Hún heitir Palme og er hennar mesta samstarfsverkefni til þessa segir í fréttatilkynningu. Þar segir líka að tónlistarlega bjóði platan upp á óvænta uppsprettu nýrra hugmynda og leikrænar tilraunir sem knúa hljóðheiminn áfram frá órafrænum frágangspunkti sem er ráðandi á fyrstu þremur plötunum, „Við og við“ (2007), „Innundir Skinni“ (2009) og „Sudden Elevation“ (2013).
Ólöf segir sjálf frá plötunni í þættinum.
Robert Plant var að senda frá sér 10undu sólóplötu. Hún heitir Lullaby.... And the Ceaceless Roar og hefur fengið góða dóma um allan heim. H'un hefur líka selst vel og náði t.d. 2. sæti vinsældalistanna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Með Robert á plötunni eru menn úr ýmsum áttum. Sumir voru með honum fyrir rúmum áratug í hljómsveitinni Strange Sensation sem kom með honum hingað til Íslands 2005 á neðan aðrir eru nýjir. Þetta eru allt reyndir menn sem hafa spilað með Sinéad O´Connor. Cast, Jaw Woooble, Massive Attack, Portishead, Brian Eno ofl. Og svo er einn frá Gambíu.
↧