Það eru 40 ár liðin frá því Sex Pistols undirrituðu plötusamning við A&M records fyrir utan Buckinghamnhöll í London. A&M ætlaði að gefa úr smáskífuna God save the Queen og síðan stóra plötu, en sex dögum eftir undirskrift var samningnum rift. A&M útgáfunni leist ekkert á þessa brjáluðu ungu menn sem voru ekki einu sinni húsum hæfir.
Ég ætla að skauta yfir hluta af sögu Sex Pistols í Rokklandinu og við heyrum hluta af viðtölum sem ég átti við Glen Matlock bassaleikara (2015) og Johnny Rotten söngvara núna nýlega.
Í seinni hlutanum eru það svo nokkrar frábærar tónlistarkonur sem eiga sviðið.
Norah Jones sendi frá sér sjöttu plötuna sína síðasta haust, en hún var 22 ára þegar hún sló í gegn með þeirri fyrstu, Come away with me, árið 2002. VIÐ heyrum af nýju plötunni.
Rhiannon Giddens heitir fertug bandarísk tónlistarkona sem sendi frá sér plötuna Freedom Highway fyrir rúmri viku, við kynnumst henni.
Svo er það Alison Krauss, hún var að senda frá sér plötu sem heitir Wind...
↧