Janelle Monae, James Bay og Arctic Monkeys eru í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins. Allt þetta fólk er búið að senda frá sér fínar plötur nýlega og við heyrum lög af þeim. Janelle Monae er 32 ára gömul kona frá Kansas City en býr í dag í Atlanta í Georgíu. Hennar nýja plata heitir Dirty computer og er þriðja platan hennar. Hann er líka 32 ára gamall hann Alex Turner söngvari og frystusauður hljómsveitarinnar Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi. Hann sjálfur býr í Los Angeles og þar varð nýjasta plata Arctic Monkeys til að mestu - heima hjá honum. Hún heitir Tranquility base Hotel & Casino og er sjötta plata sveitarinnar sem hefur verið starfandi síðan 2002 þegar strákarnir sem hana skpa voru 15-16 ára gamlir. James Bay er 27 ára gamall og var að senda frá sér plötu númer tvö. Fyrsta platan hans heitir Caos and the Calm (2015) og hún vakti mikla athygli, seldist vel og var mikið spiluð í útvarpi um allan heim. Hún fór á toppinn á Folk-lista Billboard, náði 15. Sæti stóra vinsældalistans og fyrsta sæti á Breska aðal-listanum, sem og þeim sænska og Írska t.d. Platan hlaut gagnrýnendaverðlaun Bresku tónlistarverðlaunanna 2015 og árið eftir var hann valinn besti breski listamaðurinn á Bresku tónlistarverðlaununum. Hann hlaut líka þrjár tilneningar til Grammy verðlauna 2016; Nýliði ársins, Rokkplata ársins og rokklag ársins. Og núna var svo að koma ný plata með James Bay. Hún heitir Electric Light.
↧