Segir Midge Ure sem er gestur Rokklands í dag. Midge sem var söngvari og gítarleikari Ultravox ætlar að syngja og spila með hljómsveitinni Todmobile Eldborg í nóvember. Todmobile hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum fengið erlenda gesti til að spila með sér þegar mikið hefur staðið til og yfirleitt hafa þetta verið enskar Proggrokk hetjur, en Todmobile er í raun progg-rokk hljómsveit ef grannt er skoðað. Jon Anderson útr Yes er búinn að koma, Steve Hacket gítarleikari Genesis og síðast Nik Kershaw. Nú er Todmobile að undirbúa 30 ára afmælistónleika í haust sem verða með þessu formi; Best of Todmobile og Best of Midge Ure. Midge Ure er merkilegur og skemmtilegur náungi. Hann er fæddur og alinn upp í Glasgow, flutti ungur til London tilað stofna hljómsveit með Glen Matlock bassaleikara Sex Pistols eftir að hann var rekinn úr þeirri sveir. Hann var m tíma gítarleikari Thin Lizzy, stofnaði Visage of kom inn í hljómsveitina Ultravfox þegar hún var að niðurlotum kominn og gerði hana að einni vinsælustu hljómsveit Evrópu. Midge Ure samdi líka ásamt Beob Geldof Band-Aid jólalagið Do they know it´s christmas sem var samið og gefið út til hjálpar hungruðum í Afríku, og Midge Ure og Bob Geldof eru líka mennirnir á bakvið stórtónleikana Live Aid sem voru haldnir samhliða í Englandi og Bandaríkjunum 13. júlí 1985 og þar komu allir fram sem voru eitthvað nafn. Heimsliðið í músík. Rokkland hringdi í Midge Ure í vikunni og hann segir sína sögu í þættinum og eitt af því sem kemur fram er að hann lifir samkvæmt heimsspekinni að segja já! Ef hann er beðinn um að gera eitthvað eða fær boð um að gera eitthvað segir hann yfirleitt já - frekar en nei og þetta segir hann að sé lykill að velgengni og ævintýrum í lífinu.
↧