Í vikunni sem leið kvaddi okku enn einn tónlistarmaðurinn sem setti mark sitt á tónlistarsöguna. Hann hét Thomas Earl Petty og varð 66 ára gamall. Petty fæddist í Gainsville í Florida 20. Október 1950 en lést 2. október sl á sjúkrahúsi í Santa Monica eftir að hafa verið fluttur þangað í hjartastoppi, hann fannst meðvitundarlaus á heimili sínu fyrr um daginn. Löggan í Santa Monica var of fljót á sér að gefa það út að hann væri látinn. Það var dregið til baka en svo staðfest síðar um kvöldið. Petty átti tvær uppkomnar dætur frá fyrra hjónabandi og amk. eitt barnabarn em hann var að tala um í viðtali fyrir skemmstu og sagði að hann hlakkaði til að geta varið meiri tíma með barnabarninu þar sem tónleikaferðinni sem hann fór í núna í sumar væri lokið. Hann túraði stíft í fjóra mánuði núna í sumar og var að klára nokkrum dögum áður en hann lést með þrennum tónleikum í Hollywood Bowl í Los Angeles. Bjartmar Guðlaugssion var til umfjöllunar hér í síðasta þætti og kannski eru þeir dálítið líkir Petty og Guðlaugsson , báðir svona óskup venjulegir náungar, jarðbundnar listaspírur með gítar og í gallabuxum, syngjandi um líf venjulegs fólks. Tom Petty fæddist 20. október1950 í Gainsville í Florida, eldri sonur hjónanna Kitty og Earl Petty. Hann smitaðist af rokkbakteríunni 11 ára gamall sumarið 1961 þegar hann hitti sjálfan Elvis. Frændi hans var að vinna við upptökur á einni af kvikmyndunum sem Elvis lék í, myndinni Follow that dream, skammt frá þar sem Tom bjó með fjölskyldu sinni og hann fékk að koma og fylgjast með. Hann varð með það sama forfallinn aðdáandi Elvisar og fór að safna plötum með kónginum. En það var svo með hann eins og svo marga aðra stráka á hans aldri að þegar hann sá Bítlana í sjónvarpinu hjá Ed Sullivan þá vissi hann hvað hann langaði mest af öllu, spila á gítar og vera í hljómsveit. Þetta var málið - safna saman nokkrum vinum og stofna hljómsveit. Tom var ekki mikið fyrir íþróttir og þarna var hann búinn að finna eitthvað sem hann hafði virkilegan áhuga á og hann var viss um að þetta gæti hann
↧