Sigrid kemur fram á Iceland Airwaves og Liam Gallagher fór beint á toppinn í Bretlandi með fyrstu sólóplötuna sína; As You Were. Hún heitir Sigrid, hún er 21 árs gömul tónlistarkona sem vakið hefur athygli víða um heim og meðal annars komið fram hjá James Corden í sjónvarpinu í Ameríku og hjá Jools Holland hjá BBC. Hún Sigrid er bara búin að senda frá sér eina fjögurra laga EP plötu en framtíðin brosir við henni og eftir tvær vikur verður hún hér í Reykjavík á Iceland Airwaves og hún var á línunni í Rokklandi vikunnar. Fyrsta sólóplata Liams Gallagher fyrrum söngvara OASIS kom út á dögunum og smellti sér beinustu leið í toppsæti breska vinsældalistans. Í þættinum er ferill hans rakinn og reynt að varpa ljósi á samskipti þeirra Gallagher bræðra sem voru foringjar Oasis sem var ótrúlega vinsæl hljómsveit um tíma á níunda áratugnum í Bretlandi, en í Evrópu allri líka meira og minna.
↧