Leonard Cohen lést heima hjá sér í Los Angeles mánudaginn 7. nóvember sl, 82 ára að aldri. Þegar fréttastofa RÚV sagði frá því í morgunfréttatímanum tæpum fjórum dögum síðar hafði úförin þegar farið fram nálægt æskuslóðunum í Montreal í Kanada. Rokkland vikunnar er að sjálfsögðu helgað þessum mikla meistara sem skemmti fólki og huggaði það í rúma hálfa öld. Ég renni yfir ferilinn, segir sögur af Cohen og spila lögin hans. Ekkert meira, en ekkert minna. Nýjasta plata Cohens heitir You want it darker og kom út tæpum þremur vikum áður en hann lést. Hann sagði í viðtali skömmu fyrir útgáfuna að hann væri tilbúinn til að deyja. PLatan hefur fengið gríðarlega góða dóma og hún kemur að sjálfsögðu vel við sögu í þættinum.
↧