Ég þykist ætla að bjóða upp á bragðmikinn og litríkan músík-kokteil í Rokklandi að þessu sinni og hann er búin til bæði úr fersku og eldra hráefni. Égh býð uppá nýja músík með Júníusi Meyvant, Ladda, Hozier, Bastille, Mike Snow ofl. Við heyrum aðeins af Secret Solstice sem fór fram um síðustu helgi og heyrum hluta af tónleikum Axels Flóvent á hátíðinni. Við heyrum af nýjasta Sigur Rósar ævintýrinu og heyrum nýja lagið þeirra sem heitir Óveður. Ég ætla svo að spila 2 lög með gömlu hljómsveitinni hans Brian Johnson sem hefur verið að syngja með AC/DC alveg þangað til núna nýlega frá árinu 1980. Hljómsveitin hans gamla hét Geordie og gerði út frá Newcastle og spilaði einskonar glam-rokk. Í seinni hluta þáttarins kemur Bob Dylan við sögu á ýmsan hátt. Bob sem varð 75 ára fyrir skemmstu sendi nýlega frá sér enn eina plötuna og við heyrum aðeins af henni auk þess sem Bob 25 ára syngur fyrir okkur. Lærisveinar hans syngja líka og leika, og við heyrum splunkunýja útgáfu af gömlu Dylan lagi með engri annari en kylie Minogue. Svo er það Led Zeppelin, en kviðdómur í Los Angeles komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að þeir Zeppelin félagar Jimmy Page og Robert Plant hefðu ekki stolið forspili lagsins Stairwai to heaven frá bandaríska gítarleikaranum Randy California og hljómsveitinni Spirit, en erfingjar Randy California höfðuðu mál gegn þeim og sögðu þá hafa stolið intrói lagsins. Stairway to heaven er eitt þekktasta lag rokksögunnar, risa-lag. Ég ætla að fjalla aðeins um þetta í þættinum.
↧