Það er víða og alls staðar sem músíkin verður til og gestir Rokklands í dag koma meðal annars frá Grafarvogi, Hallormsstað og Liverpool.
Við heyrum í seinni hluta þáttarins viðtal við þá Kaktus og Gulla úr hljómsveitinni Fufanu (Grafarvogur) sem er að gera það nokkuð gott um þessar mundir. Upphaflega hét sveitin Captain Fufanu og kom þannig fram á Músíktilraunum fyrir nokkrum árum ? spilaði þá einhverskonar Raf-Popp, en í dag er Fufanu rokkband, kuldalegt rokkband og sendi skömmu fyrir jól frá sér fyrstu plötuna sem heitir Few more days to go.
Sveitin er á leiðinni í tónleikaferðalag til Bretlands, spilaði með Blur í Hype Park síðasta sumar og var eitt af böndunum sem David Fricke blaðamaður Rolling Stone mælti með eftir síðustu Airwaves hátíð.
Axel Flóvent (Hallormsstaður) heimsótti std. 12 á Rás 2 síðasta föstudag ? þar spilaði hann með hljómseitinni sinni þrjú lög, en við fáum fjögur í dag. Axel er fulltrúi Rásar 2 á Eurosonic Festival í Hollandi um næstu helgi.
Það sáu margir skemmtilega þætti um Cillu Black frá Liverpool í sjónvarpinu (RÚV) á dögunum. Cilla syngur nokkur lög í Rokklandi dagsins.
Unga breska tónlistarkonan Soak tekur lagið, sem og Savages og svo minnumst við Lemmy Kilmister, foringja ? bassaleikara og söngvara þungarokkshljómsveitarinnar Motörhead sem féll frá á dögunum. Hann lifði hratt alla tíð - ótrúlegt hvað hann entist. Hann varð sjötugur á aðfangadag, fékk að vita að hann væri með krabbamein á annan í jólum, og þremur dögum síðar var hann fallinn. R.I.P.
↧
Grafarvogur - Liverpool - Hallormsstaður
↧
EBBA & OSCAR
Nú er verðlaunavertíðin gengin í garð, nýtt ár hafið en það er enn verið að gera upp gamla árið á ýmsan hátt. T.d. er verið að skoða það sem þótti heppnast best á nýliðnu ári í listum, hver lék best, hver söng best og svo framvegis.
Ebba Verðlaunin (EBBA Awards) voru afhent núna síðasta miðvikudag í Groningen í Hollandi. 10 hljómsveitum og listamönnum sem hafa á nýliðnu ári með sinni fyrstu plötu náð að vekja hvað mesta athygli útfyrir sín eigin landamæri voru veitt þessi eftirsóttu verðlaun á Eurosonic Festival.
Kynnir hátíðarinnar var eins og undanfarin ár tónlistarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Jools Holland. Hollenska sjónvarpið og útvarpið myndar og tekur upp og svo er þetta sent út í útvarpi og sjónvarpi um alla Evrópu núna um helgina.0 Við heyrum frá Ebba verðlaununum í seinni hluta Rokklands í dag, heyrum marga af verðlaunahöfunum spila og syngja á sviðinu í Groningen þar sem verðlaunin voru afhent.
Golden Globe verðlaunin voru afhent 10 janúar sl. og framundan eru Óskarsverðlaunin, Grammy verðlaunin, íslensku tónlistarverðlaunin og þau færeysku og bresku...
Óskarsverðlaun eru veitt í ótal flokkum; besta myndin, besti karl-leikari og kona, fyrir hár og förðun, hljóð-effekta, lýsingu, kvikmyndatöku og svo mynd ársins ? það eru aðal verðlaunin. En einn er sá flokkur sem ég kíki alltaf eftir; besta lag frumsamið fyrir kvikmynd. Þar eru fimm lög tilnefnd og ég ætla að spila þau öll í Rokklandi dagsins.
Í næstu viku verður svo tekið ofan fyrir David Bowie.
↧
↧
Hann dó eins og hann lifði...
....eins og listaverk í sjálfu sér. Við erum auðvitað að tala um David Bowie sem lést tveimur dögum eftir að varð 69 ára og sendi frá sér nýjustu plötuna sína - Black Star.
Tónlist hefur svo mikil áhrif á okkur á allan mögulegan hátt, og þó svo David Bowie hafi ekki þekkt mig og þig ? þá þekktum við hann. Hann söng okkur í svefn og í stuð. Við höfum dansað með honum ? við sáum hann í bíó, sáum hann í Skonrokki og á MTV, heyrðum í honum í útvarpinu, sáum hann á tónleikum. Við fylgdumst með hans sí-kviku hreyfingum og dáðumst að honum í BRAVO og límdum myndir af honum upp á vegg á Akranesi, Akureyri og í Keflavík. Hann var vinur okkar....þó svo hann hafi ekki þekkt okkur...þannig.
Í þessum fyrri þætti af tveimur skauta ég yfir síðustu 10 árin í lífi Bowie og síðan fyrstu árin.
Bowie segir sjálfur frá einu og öðru, Tony Visconti upptökustjóri og vinur kemur við sögu, en hann er einn nánasti samstarfsmaður Bowie frá upphafi og allt til enda. Hann var með honum á "fyrstu" plötunni - Space Oddity 1969 og líka á Black Star.
Svana Gísladóttir sem býr í London og gerði myndböndin við lögin Black Star og Lazarus með Bowie stuttu áður en hann lést kemur líka við sögu, og eins Ragnheiður Hanson sem féll 13 ára gömul fyrir manninum og söngvaranum og stóð síðar að hans einu heimsókn til Íslands - tónleikunum í Laugardalshöll 1996.
Og svo er það auðvitað tónlistin - maður lifandi!
↧
Skrýmsli og frumkvöðlar dansa líka
Tónlistarheimurinn hefur hreinlega farið á hliðina síðustu vikurnar eftir að David Bowie féll frá, 69 ára aða aldri. Fólk hefur keppst við að mæra hann, allskyns fólk, tjónrmálamenn og aðrir tónlistarmenn. Marilyn Manson lét t.d. hafa það eftir sér að líf hans hafi hreinlega breyst þegar hann heyrði plötuna Scary Monsters á sínum tíma. Plöturnar hans seljast sem aldrei fyrr og þessa vikuna á hann 5 af 10 mest seldu plötunum í Bretlandi.
En ekki nóg með það heldur á hann 12 plötur á topp 40 og af 80 mest seldu plötunum á hann 18 stykki.
Elvis er sá eini sem hefur átt 12 plötur í einu á topp 40, en það gerðist einmitt eftir að hann lést árið 1977. En svona lítur Bowie vinsældalistinn breski út þessa vikuna.
01 - BLACKSTAR (2016)
03 - BEST OF BOWIE (2002)
05 - NOTHING HAS CHANGED - THE VERY BEST OF DAVID BOWIE (2014)
09 - HUNKY DORY (1971)
10 - THE RISE AND FALL OF ZIGGY STARDUST (1972)
20 - ALADDIN SANE (1973)
27 - LOW (1977)
28 - "HEROES" (1977)
30 - DIAMOND DOGS (1975)
31 - THE NEXT DAY (2013)
32 - STATION TO STATION (1976)
36 - SCARY MONSTERS (1980)
42 - LET'S DANCE (1983)
43 - YOUNG AMERICANS (1975)
52 - THE MAN WHO SOLD THE WORLD (1970)
63 - PIN UPS (1973)
66 - LODGER (1979)
79 - SPACE ODDITY (1969)
Í þessum öðrum þætti af þremur skoðum við tímabilið frá 1973 til 1987 í lífi Bowie, en á þessum árum var Bowie allt í senn; tilraunaglöð fyrirmynd, unglinga-ídol og rokkstjarna.
Bowie segir sjálfur frá einu og öðru. Tony Visconti upptökustjóri og vinur kemur við sögu, en hann er einn nánasti samstarfsmaður Bowie frá upphafi og allt til enda. Hann var með honum á "fyrstu" plötunni ? Space Oddity 1969, The Man who Sold the World, Low, Heroes, Lodger, Scary Monsters and Super Creeps, Young Americans og líka á Black Star og plötunum þremur þar á undan.
Mike Garson píanóleikari Bowie´s allar götur frá 1973 og þar til hann steig síðasta á svið verður á línunni í þættinum og talar um tímana þegar hann var með Bowie í Philadelphia að taka upp Young Americans og um Diamond Dogs túrinn ofl.
Svana Gísladóttir sem býr í London og gerði myndböndin við lögin Black Star og Lazarus með Bowie stuttu áður en hann lést kemur líka við sögu, og eins Ragnheiður Hanson sem féll 13 ára gömul fyrir manninum og söngvaranum og stóð síðar að hans einu heimsókn til Íslands ? tónleikunum í Laugardalshöll 1996.
Björn Jörundur úr NýDönsk segir frá í þættinum, en hann jeillaðist 8 ára gamall af David Bowie og það eina sem hann óskaði sér í afmælishjöf þegar hann var 9 ára var nýja platan frá David Bowie - platan Lodger.
Fyrsti þátturinn um Bowie sem var síðasta sunnudag og átti að vera fyrri af tveimur er hér.
↧
Blakka stjarnan fylgdi Guði á Twitter
Rokkland er í dag þriðja sunnudaginn í röð helgað David Bowie sem lést 10. janúar sl.
Í þættinum í dag fylgjum með Bowie frá 1989 og til dagsins í dag.
Bowie talar sjálfur mikið í þættinum, talar um niðurlægingarárin eftir að hann gaf út Let´s Dance plötuna 1983 - árin fram undir 1990.
Hann talar um hljómsveitina Tin Macehine sem hann stofnaði 1989, um Black Tie, White Noise - fyrstu sólóplötuna í 6 ár og kom út 1992. Hann talar um plöturnar Outside (1995), Earthling (1997), Hours (1999), Heathen (2002) og Reality (2003).
Svana Gísladóttir sem framleiddi síðustu myndbönd Bowies segir frá kynnum sínum og píanóleikarinn hans - Mike Garson sem var fyrst með Bowie 1973, var með honum á sviðinu í Laugardalshöll 1996, á Glastonbury Festival 2000, á sviðinu í þýskalandi 2004 þegar hann fékk hjartaáfallið sem varð til þess að hann dró sig í hlé verður á línunni.
Ragnheiður Hanson sem hélt einu tónleika Bowie á Íslandi segir frá og Björn Jörundur líka - en hann, aðdáandinn frá 8 ára aldri hitti Bowie í partíinu sem haldið var eftir tónleikana og þar ræddu þeir t.d um tannréttingar og viðgerðir.
↧
↧
Mynd með færslu Ástin sökkar - gleðilegan Valentínus
Það er fátt betra en að vera ástfanginn, það vita allir sem hafa verið svo heppnir að upplifa það. Tilveran breytir um lit og allt er svo frábært, en þegar ástin svo súrnar ? er fátt sem er verra en það.
Það tilfinningagallerí hefur verið mörgum tónlistarmanninum innblástur gegnum tíðina ? ástarsorgin, ó-endurgoldin ást, svik í ástum, afbrýðisemi og einmanaleiki. Ég er búin að velja nokkur úr þeim bankanum í tilefni Valentínusardags og heyrum það í seinni hluta Rokklands í dag. Flytjendur eru m.a. Elvis Costello, Bob Dylan, Justin Timberlake, Robyn, The Police, The Beatles og Nancy Sinatra.
Við kynnumst svo þrítugum blúsgítarleikara og söngvara frá Texas sem heitir Gary Clark jr. Hann er einn sá skemmtilegasti af sinni kynslóð og þó þetta sé gömul músík sem hann er að spila þá er heilmikið nýtt í henni. Hann bræðir saman blús, jazz, soul og hip hop. Og það sem einkennir hann einna helst er gítarsándið ? ruddalegt og bjagað en samt eitthvað svo fallegt.
Við heyrum svo nýja músík frá New Order, The Heavy og Nothing but thieves og svo minnist ég Maurice White sem var söngvari, lagasmiður, útsetjari og annar af stofnendum Erth Wind & Fire sem var gríðarlega áhrifamikil sveit á áttunda áratugnum. Hljómsveit sem spilaði DISCO, en var bræðingur af soul, jazz, R&B og latin-músík sem fékk fólk auðveldlega til að dansa. Við kynnnumst Maurice White og Earth Wind & Fire í Rokklandi dagsins.
↧
Kántrípoppdrottning og vetrarsvali í rvk.
Í Rokklandi sunnudaginn 21. febrúar kynnumst við kántrípoppstjörnunni Taylor Swift sem hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu ársins í annað sinn, 26 ára gömul. Og svo er það Sónar Reykjavík sem haldin er núna um helgina í þriðja sinn.
Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift er búin að vera að ryðja braut fyrir kynsystur sínar síðan hún var lítil stúlka með stóra drauma. Í dag er hún 26 ára gömul og búin að vinna til Grammy verðlauna fyrir "plötu ársins" tvisvar sinnum. Það er met, en aðeins eitt af fjölmörgum metum sem hún hefur sett á undanförnum árum. Í Rokklandi vikunnar kynnumst við þessari ungu hæfileikaríku konu.
Tónlistarhátíðin Sónar-Reykjavík fór fram um helgina í fjórða sinn, þriggja daga tónlistarhátíð sem fór fram á fimm sviðum í Hörpu dagana og á meðal þeirra sem spiluðu og sungu voru; Angel Haze, Páll Óskar, Reykjavíkurdætur, The Black Madonna, Vök, Zebra Katz, Boys Noize, Úlfur Úlfur, Hudson Mohawke, !!!, Annie Mac, GKR, Bjarki, Kiasmos, President Bongo úr GusGus, Apparat Organ Quartet og Squerpusher.
Hátíðin fór fram í Silfubergi, Norðurljósum, HörpuHorni, Kaldalóni þar sem boðið var upp á sitjandi tónleika og bílakjallara hússins sem breytt var í næturklúbb.
Ég ræði við Eldar Ástþórsson einn af aðstandendum hátíðarinnar í þættinum og fylgi síðan Reykjavíkurdætrum inn á svið.
Úrlsitakvöld Söngvakeppninnar 2016 kemur líka aðeins við sögu sem og ný músík með fólki á borð við Enya, Viola Beach, Jake Bugg ofl.
↧
Rokkland á Þjóðhátíð 2011
Rokkland var á Þjóðhátíð með Árna Johnsen, Páli Óskari og fleir góðum mönnum.
↧
Glen Hansard Á Bræðsulunni og Steve Miller Band í Rokklandi
Írinn Glen Hansard spilaði á Bræðslunni í ár. Í þættinum heyrum við viðtal við hann og auk þess heyrum við upptökur frá tónleikum hans og fleiri Bræðslu-listamanna. Svo er það Steve Miller sem sendi nýlega frá sér tvær blúsplötur, sínar fyrstu plötur síðan 1993. Ferill hans er rakinn í þættinum í tali og tónum.
↧
↧
Rokkland á Tónaflóði 2011 á Menningarnótt
Brot frá Tónaflóði 2011 sem fór fram daginn áður.
↧
Kalli (Karl Henrý) í Rokklandi
Á meðal þess sem hljómar í þessum þætti er tónlist með PJ Harvey og Anna Calvi, en þeirra nýjustu plötur eru á meðal þeirra 12 platna sem tilnefndar eru til Mercury tónlistarverðlaunanna sem verða afhent núna á þriðjudaginn (6. September)
Ég býð svo upp á upptökur frá síðustu Airwaves hátíð með ensku sveitinni Tunng.
En aðal gestur þáttarins er Karl Henry sem stundum er kenndur við hljómsveitina Tenderfoot. Hans nýjasta plata var tekin upp í Nashville. Hún kom ut á Íslandi 2009 en núna í síðustu viku í Bretlandi og Bandaríkjunum á vegum One Little Indian og hefur verið að fá frábæra dóma.
En við heyrum líka í Buddy Holly sem hefði orðið 75 ára 7. September ef hann hefði lifað.
↧
Hvernig verður Airwaves 2011
Í þættinum í dag ætla ég að skoða Airwaves hátíðina sem er á næsta leyti með Airwaves foringjanum Grími Atlasyni. Hann er búinn að velja músík sem nokkrum listamönnum sem spila á hátíðinni í ár og kynnir það fyrir okkur.
↧
Of Monsters And Men í Rokklandi
Í þættinum kynnumst við hljómsveitinni Of Monsters And Men sem sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu. Og eins tónlistarkonunni Sóley sem líka var að senda frá sér sína fyrstu stóru plötu.
↧
↧
Paul Young og Marianne Faithful í Rokklandi
Í þættinum í dag heyrum við slatta af nýrri músík með Metallica og Lou Reed, Tony Bennet & Lady Gaga, Superheavy, Beirut, Chris Cornell og TV On The Radio t.d. Og svo förum við á tónleika með Marianne Faithful sem fóru fram núna í sumar í Genf. En aðalgestur þáttarins er Paul Young, 80´s stjarnan Paul Young!
↧
Sinéad O´Connor og PJ Harvey í Rokkland
Í Rokklandi dagsins ræðir ÓPG við Sinéad O´Connor og fer yfir feril hennar, hæðiro g lægðir.
Einnig er boðið upp á upptökur frá Roskilde Festival 2011 með PJ. Harvey.
John Lennon kemur lítillega við sögu, sem og Michael Jackson, Other Lives sem spilar á Airwaves og fleira.
↧
Endurkoma Stone Roses og John Grant í Hörpu
Í þættinum eru leikin nokkur lög frá frábærum tónleikum bandaríska tónlistarmannsins John Grant úr Norðurljósum Hörpu á Airwaves um síðustu helgi. Ólafur rekur svo sögu Manchester-sveitarinnar The Stone Roses, en síðasta þriðjudag tilkkynnti sveitin um endurkomu sína næsta sumar eftir 15 ára hlé.
Svo eru leikin 2 lög af splunkunýrri plötu Noel´s Gallagher, Noel Gallagher´s High Flying Birds.
↧
Reykjavík Calling í Seattle í Rokklandi
þættinum í dag segir ÓPG frá tónleikunum Reykjavík Calling sem fram fóru í Seattle í USA helgina á undan. Tilgangurinn var að kynna íslenska listamenn í þeirri miklu músík-borg sem Seattle er, og koma á tengslum milla ungra íslenskra tónlistarmanna og tónlistarmanna frá Seattle. Þarna komu fram Snorri Helgason og Ólöf Arnalds frá Íslandi, Nive Nielsen frá Grænlandi og Gudrid Hansdóttir frá Færeyjum. Einnig þau Shelby Earl, Tomo Nakayama, David Bazan og Sean Nelson frá Seattle
↧
↧
Coldplay, Beady Eye og Dylan á Newport ´65
Í Rokklandi sunnudaginn 13. nóvember 2011 var fjallað um nýju Coldplay plötuna Mylo Xyloto auk þess sem þeir Chris Martin og Johny Buckland gítarleikari sögðu frá henni. Við heyrðum líka brot úr viðtali sem Óli Palli tók við Chris Martin daginn eftir tónleikana í laugardalshöll fyrir áratug.
Rokkland bauð svo á tónleika með Beady Eye, hljómsveit Liams Gallagher sem fram fóru í Amsterdam í síðasta mánuði (okt. 2011). Svo talaði hljómborðsleikarinn Al Kooper um það þegar Bob Dylan mætti rafmagnaður á Newport þjóðlagahátíðina í Ameríku árið 1965 og breytti tónlistarheiminum. Al Kooper stjórnaði hljómsveit Dylans þá.
↧
Dikta og Ólöf Arnalds
Í þættinum ræðir umsjónarmaður við þá Hauk Heiðar söngvara og Skúla bassaleikara Diktu um nýju plötuna, Trust Me ofl.
Ólöf Arnalds syngur í Hörpu á Airwaves og Anna Calvi kemur lítillega við sögu.
↧
Rokkland 800
Þessi þáttur Rokklands er nr. 800 í röðinni. Ég ákvað að bjóða uppá í tilefni dagsins,brot úr gömlum þáttum ? ekkert endilega brot af því besta, heldur bara ýmis brot!
Í þættinum heyrum við t.d. í Willie Nelson og Muse á Glastonbury fyrir 11 árum, Ian Gillan úr Deep Purple er á línunni, Patti Smith kemur við sögu, U2 og Bítlarnir, Sigur Rós á Popp í Reykjavík 1998, Led Zeppelin, Keith Flint úr Prodigy, Steinar Berg Ísleifsson, Chris Cornell og Johnny Cash, Andrea Jóns og Björk og Árni Matt og Sverrir Stormsker ofl......
↧