Rokklandi á morgun (12.08.2012) ætlar Óli Palli að bjóða upp á endurupplifun á hamingjunni sem ríkti á Bræðslunni á Borgarfirði Eystra laugardagskvöldið fyrir tveimur vikum.
Á Bræðslunni sem haldin var í ár í 8. sinn komu fram The Lovely Lion, Contalgen Funeral, Jónas Sig og Magni, Valgeir Guðjónsson, Mugison og Fjallabræður. Allir þessir listamenn koma við sögu í þættinum og meira að segja Einar Bárðarson!
↧
Bræðslubrotin bæta!
↧
Tónaflóð 2012 í Rokklandi
Tónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, sem voru sendir út beint laugardagskvöldið 18. ágúst, bæði á Rás 2 og RÚV voru vel heppnaðir í alla staði og þúsundir manna mættu á hólinn til að upplifa stemmninguna.
Þeir sem fram komu voru Eivör, Retro Stefsson, KK Band og Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar.
Í Rokklandi sunnudaginn 19. ágúst var boðið upp á örlítið stytta útgáfu af tónleikunum.
↧
↧
Eivør & Patti Smith segja frá!
Eivør & Patti Smith segja frá!
Fyrst birt: 25.08.2012 16:40, Síðast uppfært: 09.09.2012 13:29
Gestir Rokklands sunnudaginn 26.08.2012 eru þær Eivør Pálsdóttir sem nýlega sendi frá sér plötuna Room og Patti Smith sem var á Íslandi í vikunni og tók lagið með Russel Crowe á Bar 11 og Kex Hostel á Menningarnótt.
Eivør segir frá nýju plötunni sinni, ástinni, brúðkaupinu sínu sem stóð yfir í 3 daga í sumar og ýmsu öðru og Patti talar um Reykjavík, hestaferðir, forseta og vin sinn Neil Young svo eitthvað sé nefnt. Í þættinum fá líka lög af nýju plötunni hennar, Banga, að hljóma og einn upptökur úr safni Rásar 2 frá tónleikum Patti Smith á Nasa í september 2005.
↧
Þetta er allt blús!
Snillingurinn Jack White er í Rokklandi á sunnudaginn (09.09.12)
Jack White er af mörgum talinn snillingur sinnar kynslóðar. Óli Palli fer yfir ferilinn og Jack segir sjálfur frá æskunni í Detroit, ástinni, The Dead Weather, The Raconteurs, talar um blúsinn, White Stripes, Meg White, þröngsýna indie-hipstera og síðasta en ekki síst sólóplötuna sína frábæru!
↧
Hellingur af peningum fyrir ekkert!
Þannig halda margir að Það sé að vera tónlistarmaður, en reyndin er önnur. Rokksagan segir okkur að ekkert fáist fyrir ekki neitt, og að baki farsælum ferli er alltaf gríðarlega mikil vinna sem sjaldnast sést utanfrá.
Í Rokklandi dagsins mun Óli Palli fjalla um nýju plötuna hans Mark Knopfler, Privateering, sem er hans áttunda sólóplata, tvöföld 20-laga plata.
Einnig verður boðið upp á upptökur með The Cure frá Roskilde Festival 2012 sem voru að berast í hús, og Robert Smith mixaði sjálfur!
Svo veltum við fyrir okkur hlutverki umboðsmanna í músíkheiminum, en síðasta mánudag talaði Chris nokkur Morrison á fræðslukvöldi ÚTÓN í Norræna-húsinu um feril sinn og starf umboðsmannsins. Hann segir í þættinum frá starfi sínu með Blur, Thin Lizzy ofl, en hann var umboðsmaður beggja þessara sveita til lengri tíma. Hann hefur í dag tekið að sér þrjú íslensk númer; Sykur, Láru Rúnars og Sóley Stefánsdóttur.
↧
↧
Tvítugur á toppnum
sgeir Trausti Einarsson hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf og hann er aðalgestur Rokklands á morgun.
Ásgeir Trausti er fæddur 1992, alinn upp að mestu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra (ekki langt frá Staðarskála), klassískt menntaður gítarleikari frá tónlistarskóla Hvammstanga, litli hálfbróðir Steina í Hjálmum sem í vor var algjörlega óþekktur. Hann tók þátt í Músíktilraunum með hljómsveitinni The Lovely Lion í mars og margir áttu í upphafi úrslitakvöldsins von á að hún myndi bera sigur úr býtum. Í dag hefur fyrsta og eina plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn selst í meira en þúsund eintökum á rúmri viku og það var allstaðar fullt út úr dyrum á fernum útgáfutónleikum sem hann hélt í Reykjavík, Á Akureyri og Hvammstanga. Hann á líka vinsælasta lagið á Rás 2 í dag og ekki í fyrsta sinn. Ásgeir vakti þjóðarathygli þegar hann km fram í Hljómskálanum á RÚV í sumar og stimplaði sig svo rækilega inn í "Á allra vörum" sjónvarpsútsendingunni fyrir rúmri viku. Facebook hreinlega logaði á eftir! Og hann Ásgeir verður í aðalhlutverki í Rokklandi á morgun.
Wilco á tónleikum í Munchen í fyrra kemur einnig við sögu, og ný tónlist með fólki á borð við Tori Amos, Pet Shop Boys, Best Coast, Alt-J, First Aid Kit og Public Enemy.
↧
Í hljómsveit með Neil Young frá 1969
Ralph Molina er trommari hljómsveitarinnar Crazy Horse sem hefur spilað með Neil Young síðan 1969 og hann er aðalgestur Rokklands á morgun.
Óli Palli sló á þráðinn til hans þar sem hann býr í Kaliforníu í vikunni sem leið, og saman fara þeir Óli og Ralph yfir sögu þessarar "þriðju bestu bílskúrshljómsveitar" í heimi eins og hún hefur oft verið kölluð.
Ralph ræðir samstarfið við Neil, hvernig leiðir Neil og Crazy Horse lágu saman, plöturnar tvær sem koma út á þessu ári með Neil og Crazy Horse ofl.
↧
Pink Floyd í Þorlákshöfn (Jónas Sigurðsson)
Jónas Sigurðsson segir frá plötunni "Þar sem himinn ber við haf" í Rokklandi á sunnudaginn, en platan kemur út í næstu viku. Þetta er stór og mikil plata sem er gerð á löngum tíma, í mörgum hljóðverum, með fjölda fólks, stórri hljómsveit og Lúðrasveit Þorlákshafnar.
Þar sem Himin ber við haf er "konsept" plata og hugmyndina fékk Jónas þegar hann bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum. Og hugmyndin var að gera "stóra" "konsept" plötu í anda Pink Floyd en fjallaði um gamla heimabæinn, sjávarþorpið Þorlákshöfn.
Nokkur Airwaves bönd koma líka við sögu í þættinum.
↧
Led Zeppelin og Gangnam Style!
Hver er þessi PSY og hvað er þetta Gangnam Style? Hvað er þetta með Mumford & Sons? Er Mumford & Sons kannski besta hljómsveit í heimi? Hún selur allavega mest af plötum í dag! Og var eitthvað varið í tónleika Led Zeppelin í London 2007?
Og þessi Rusty Anderson - hvers vegna valdi Paul McCartney hann í hljómsveitina sína fyrir rúmum áratug og hvað er hann að gera með að spila á Græna Hattinum (í gær) og á Rósenberg (á morgun). Þessum spurningum og mörgum öðrum verður reynt að svara í Rokklandi í dag!
Svo koma líka nokkur Airwaves-bönd við sögu og getraunin er á sínum stað að sjálfsögðu!
↧
↧
L & L
Í dag eru tvær merkar tónlistarkonur í aðalhlutverki í Rokklandi. Önnur er nýkomin úr tónleikaferðalagi með Of Monsters And Men, og hin sendi á föstudaginn frá sér sína fjórðu plötu.
Þetta eru þær Lovísa (Lay Low) og Lára Rúnarsdóttir.
Í þættinum tala þær um listina og lífið, listina að lifa og lífið í listinni. ?
↧
Rokkstjarna í liði með Guði (Pétur Ben)
Pétur Ben er aðalgestur þáttarins á morgun, en hann sendir innan skamms frá sér sína aðra sólóplötu, God´s lonely man.
Garðbæingurinn Pétur Benediktsson hefur víða komið við og búinn að fást við tónlist í næstum 20 ár. Fyrst með bílskúrsböndum og dauðarokkssveitum í Músíktilraunum og síðar með hljómsveitum eins og Tristian sem átti tvö lög á safnplötunni Spírum sem útgáfufyrirtækið Sproti gaf út 1997. Hann sagði skilið við hljómsveitastússið um nokkurra ára skeið um aldamótin en kom svo sterkur inn aftur með vini sínum Mugison árið 2004, en Pétur og Mugison sömdu saman lagið Murr Murr sem margir þekkja. Pétur gaf svo út sína fyrstu sólóplötu; Wine for my weakness árið 2006 og hefur á undanförnum árum stjórnað upptökum á plötum með Ellen Kristjáns og Bubba Morthens t.d. og unnið með tónlistarmanninum Eberg, unnið með Vesturporti, leikstjóranum Ragnari Bragasyni ofl. Pétur talar um lífið og listina, um Guð og menn í Rokklandi á morgun kl. 16.05.
Kanadíska hljómsveitin The Barr Brothers kemur líka við sögu en hún kom fram á Iceland Airwaves um síðustu helgi.
↧
Sigur Rós-Kiss-Springsteen-Björk-Pink Floyd
Í Rokklandi á morgun verður öllu mögulegu sullað saman, en á ótrúlega smekklegan hátt!
Ensk-íslenska hljómsveitin The Vaccines sem spilaði á Airwaves á dögunum kemur við sögu, við heyrum upptökur frá tónleikunum þeirra á Listsafninu og viðtal við bassaleikarann Árna Hjörvar frá Reykjavík.
Við heyrum örlítið í Björk og músík af splunkunýrri REMIX-plötu (Bastards) sem kemur út á mánudaginn (19.11.2012).
Tónleikagestir á Sigur Rósar-tónleikunum í Laugardalshöllinni á dögunum segja hvað þeim fannst.
Þeir Þráinn Árni úr Skálmöld og Einar Þór úr Dúndurfréttum koma í heimsókn og ræða hljlómsveitina KISS, nýju plötuna þeirra (Monster) og svo verður Svana Gísladóttir á línunni frá London, en hún er að gera heimildarmynd um engan annan en Bruce Springsteen.
Bob Ezrin upptökustjóri Pink Floyd plötunnar The Wall segir svo frá því þegar lagið Comfortably numb varð til.
↧
Björk nýtur raddbandanna!
Björk Guðmundsdóttir er aðalgestur Rokklands í dag.
Út var að koma safnplata með remixum (endurhljóðblöndunum) sem Björk valdi sjálf. Platan nafnist Bastards og hefur að geyma lögin af síðustu hljóðversplötu, Biophiliu, endurunnin á ýmsan hátt og af ýmsu fólki.
Björk segir frá þessu í fyrri hluta þáttarins og talar einnig t.d. um vandræðin sem hún lenti í fyrir nokkrum árum með röddina sína og hvernig læknavísindin hafa hjálpað henni að endurheimta röddina.
Í seinni hluta þáttarins koma við sögu t.d; Marvin Gaye og Lenny Kravitz, AC/DC, The Hives, Iceland Airwaves, Ásgeir Trausti, Brian Jonestown Massacre, The National og Boardwalk Empire og örugglega eitthvað fleira.
↧
↧
ZZ Top á rúntinum í Reykjavík
Í Rokklandi dagsins (09.12.2012)verður skautað yfir feril bandarísku rokksveitarinnar ZZ Top sem var stofnuð í Houston i Texas árið 1969, en gítarleikari og söngvari sveitarinnar, Billy Gibbons, var staddur á Íslandi um síðustu helgi.
Helgi Svavar Helgason tommari Hjálma bauð Gibbons á rúntinn um Reykjavík, bauð honum heim í kaffi og bauð honum í hádagismat. Hann segir frá kynnum sínum af Billy í þættinum. Tónlist ZZ Top verður fyrirferðarmikil í þættinum og nýja plata, La Futura er þar í forgrunni.
Þar sem jólin eru á næstu leiti heyrast jólalög með fólki eins og Mark Lanegan (Screaming Trees), The Dropkick Murphys og Calexico.
Getraunin verður á sínum stað og í verðlaun eru Rokkland-bolur, Jólalagasafnplatan Rokk & Jól (Jól í Rokklandi) og 2 miðar á tónleikana Hátt í Höllinni sem verða 19. desember í Laugardalshöll.
↧
Leaves og Travolta jól
Hljómsveitin Leaves kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir rétt rúmum áratug. Fullsköpuð, tilbúin hljómsveit sem var komin með plötusamning í útlöndum, umboðsmann Sykurmolanna og Emiliönu Torrini en hafði aldrei spilað á tónleikum. Hvernig gerðist það eiginlega?
Fyrsta plata Leaves, Breathe á 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ætlar sveitin að spila hana í heild sinni á Faktorý 29. desember nk. og af sama tilefni er Arnar Guðjónsson stofnandi, söngvari, gítarleikari, hljómborðsleikari, aðal lagasmiður og forsprakki Leaves aðalgestur Rokklands í dag. Hann segir sögu Leaves, talar um plöturnar þrjár, þá fjórðu sem er á leiðinni. Um mannabreytingar í hljómsveitinni, ævintýrin. listina og lífið.
Jólaplata Grease stjarnanna John Travolta og Oliviu Newton John kemur líka í sögu í þætti dagsins (16.12.2012)
↧
Björk og Pogues á jólaballi
Jólaþáttur Rokklands er að þessu sinni á Þorláksmessu og þar verður jólamúsíkin allsráðandi! Óli Palli ætlar t.d. að rekja sögu Pogues-jólalagsins Fairytale of New York sem er þessa dagana í 10. sinn inni á topp 20 á breska vinsældalistanum.
Lagið sem er orðið 25 ára gamalt er í seinni tíð aftur og aftur valið besta/vinsælasta jólalagið í allskyns kosningum.
Ingibjörg Þorbergs og íslensku jólaófétin verða líka í brennidepli. Björk talar lítillega um jólaköttinn, Megas tekur lag eða tvö, Gerður G. Bjarklind syngur Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu og svo heyrist líka í fólki og hljómsveitum eins og My Morning Jacket, Mark Lanegan og Cerys Matthews (úr Catatonia) sem syngur welskan jólasálm.
↧
Áramótasprengja Rokklands
Í Rokklandi dagsins (30.12.2012) verður skautað yfir Rokklands-árið 2012 og boðið upp á brot úr vel völdum þáttum.
Bryan Ferry talar um Glam-rokk og segir frá námaverkamanninum pabba sínum og æsku sinni og uppvexti á sveitabæ á norður-Englandi þar sem hvorki var rafmagn eða rennandi vatn. Sigur Rós segir frá plötunni Valtari. Óli Palli minnist Whitney Houston. James Taylor segir frá því þegar hann, 19 ára gamall var allt í einu kominn til London árið 1967 og farinn að taka upp með Bítlunum. Of Monsters And Men tala um Músíktilraunir og Jay Leno. Ásgeir Trausti um uppvöxt sinn á Laugarbakka ofl. Rusty Anderson talar um samstarfið við sir Paul McCartney. Ralph Molina trommari Crazy Horse um samstarfið við Neil Young og upphaf Crazy Horse. Jack White talar um indie-rokk-hipstera ofl og Richard Hawley um nýju plötuna sína. Og þetta er ekki allt!
↧
↧
Jarðarfararblús og þunglyndi
Í Rokklandi í dag (06.01.2013) verða í aðalhlutverki þeir Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson, Mark Lanegan fyrrum söngvari The Screaming Trees og ungstirnið Frank Ocean frá Ameríku.
Óli Palli ræðir við þá Steindór og Hilmar um plötuna Stafnbúa sem þeir sendu frá sér fyrir jólin, en Stafnbúi er einskonar sjálfstætt framhald af Hrafnagaldri Óðins sem þeir voru báðir lykilmenn í ásamt Sigur Rós fyrir áratug,
Platan Blues Funeral með Mark Lanegan fyrrum söngvar Screaming Trees er ein af plötum árins 2012 og hún er til umfjöllunar í þættinum.
Frank Ocean er svo eitt af nýstirnum ársins og hans fyrsta alvöru plata, Channel Orange er á allskyns listum yfir plötur ársins og ein af þeim allra bestu segja spekingarnir. En hver er þessi Frank Ocean? Allt um það í Rokklandi.
Svo er það stóra spurningin: Er platan dauð? En albúmið sem konsept búið að vera? Eru tónlistarmenn að hætta að gefa út heila plötur, safn laga sem mynda samhangi heild?
↧
Frá Gröningen til Sidney
Mumford & Sons og Ásgeir Trausti verða í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins (13.01.2013)
Í fyrri hluta þáttarins sem kemur beint frá Eurosonic Festival í Gröningen í Hollandi verður boðið upp á tónleika Ásgeirs Trausta sem fóru fram á fimmtudagskvöldið á Eurosonic.
Í síðari hlutanum eru það svo tónleikar með ensku hljómsveitinni Mumford & Sons sem Ástralska útvarpsstöðin Triple-J hljóðritaði fyrir EBU í Sidney 18. október sl.
↧
Á rokkhátíð með ferða-kirkjuorgel!
Eurosonic tónlistarhátíðin sem fór fram í Groningen í Hollandi um síðustu helgi verður í brennidepli Rokklands í dag (20.01.2013)
Það sem heillaði Rokklandstjórann einna helst á Eurosonic var 26 ára gömul smávaxin stúlkukind frá Gautaborg sem heitir því mikilfenglega nafni: Anna Von Hausswolff. Hún er söngvaskáld eins og Bergþóra, Bubbi og Bellman, nema hvað hennar hljóðfæri er ekki gítar heldur kirkjuorgel. Anna er tilnefnd til norrænu tónlistarverðlaunanna í ár eins og Ásgeir Trausti, Neneeh Cherry, First Aid Kit og Retro Stefsson og Óli Palli spjallaði við hana í Hollandi. Einnig býður hann upp á tóneikaupptökur frá hátíðinni með Önnu, Ásgeiri Trausta, Siinai frá Finnlandi, Jake Bugg frá Englandi, LIttle Green Cars frá Írlandi ofl.
Anna HIldur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri NOMEX kemur við sögu, eins og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTÓN, Juan Zeleda frá Spáni, Skip The Use frá Frakklandi, Blaudzun frá Hollandi og fleiri vonarstjörnur Evrópska tónlistarheimsins.
Auk Ásgeirs Trausta spiluðu á Eurosonic í ár íslensku hljómsveitirnar/listamennirnir: Pascal Pinon, Epic Rain og Snorri Helgason.
↧